Of snemmt að afskrifa loðnuna 22. júní 2004 00:01 "Það er allt of snemmt að afskrifa loðnustofninn í ár, það eru engar sérstakar breytingar sem gefa í skyn að eitthvað annað hafi gerst í ár en gerðist með árganginn í hitteðfyrra," segir Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur hjá Hafrannsóknarstofnuninni um áhyggjur manna af hruni loðnustofnsins, en Jón Kristjánsson, fiskifræðingur, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að sér kæmi ekki á óvart þó stofninn væri hruninn. . Hjálmar vísar til þess að seyðin úr árgangi 2001 hafi rekið mun lengra vestur og norður en venjulega og því hafi loðnan ekki fundist á hefðbundnum uppeldisslóðum við norðanvert landið og vestfirði í nóvember 2002. Loðnan hafi hins vegar fundist við Grænlandssund í apríl í fyrra og hún hafi skilað sér í venjulegu magni upp að landi í vetur. "Loðnan er kaldsjávarfiskur og ef það verða breytingar á því umhverfi sem hún er venjulega í hlýtur það að hafa tilteknar breytingar í för með sér en ég veit ekki til þess að heill stofn hafi fyrirfarist af þeim sökum hér við land." Hann telur líklegt að hið sama hafi gerst í ár. Hjálmar segir að jafnvel megi gera ráð fyrir að afkoma loðnunnar batni við hlýnun sjávar því við það aukist þörungaframleiðsla sem skapi meira æti fyrir smádýr sem loðnan lifir á. Hann bendir einnig á að á þriðja áratug síðustu aldar hafi komið skyndilegt hlýindaskeið eftir langvarandi kuldatímabil sem náði hámarki árið 1930 og stóð með hléum fram á miðjan sjöunda áratuginn. "Mér vitanlega var síður en svo loðnulaust á þessu tímabili og því er ekki hægt að setja samasem merki milli hlýnun sjávar og hrun loðnustofnsins. Það virðist vera að stefna í svipað hlýindaskeið núna og var á þriðja áratugnum." Hjálmar bætir þó við að þetta ástand geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef það hefur varanleg áhrif á útbreiðslu tegundarinnar, það er að segja ef hún færist sífellt fjær frá landinu. Það gæti haft neikvæð áhrif á aðra stofna og vistkerfi sjávar við landið. Hann tekur þó fram að það sé ekkert sem bendi til þess að loðnan eigi ekki eftir að færast aftur nær landinu og þó svo að stofninn í ár hafi enn ekki fundist þurfi það ekki að hafa nema tímabundna frestun á vertíðinni í för með sér. Fréttir Innlent Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Sjá meira
"Það er allt of snemmt að afskrifa loðnustofninn í ár, það eru engar sérstakar breytingar sem gefa í skyn að eitthvað annað hafi gerst í ár en gerðist með árganginn í hitteðfyrra," segir Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur hjá Hafrannsóknarstofnuninni um áhyggjur manna af hruni loðnustofnsins, en Jón Kristjánsson, fiskifræðingur, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að sér kæmi ekki á óvart þó stofninn væri hruninn. . Hjálmar vísar til þess að seyðin úr árgangi 2001 hafi rekið mun lengra vestur og norður en venjulega og því hafi loðnan ekki fundist á hefðbundnum uppeldisslóðum við norðanvert landið og vestfirði í nóvember 2002. Loðnan hafi hins vegar fundist við Grænlandssund í apríl í fyrra og hún hafi skilað sér í venjulegu magni upp að landi í vetur. "Loðnan er kaldsjávarfiskur og ef það verða breytingar á því umhverfi sem hún er venjulega í hlýtur það að hafa tilteknar breytingar í för með sér en ég veit ekki til þess að heill stofn hafi fyrirfarist af þeim sökum hér við land." Hann telur líklegt að hið sama hafi gerst í ár. Hjálmar segir að jafnvel megi gera ráð fyrir að afkoma loðnunnar batni við hlýnun sjávar því við það aukist þörungaframleiðsla sem skapi meira æti fyrir smádýr sem loðnan lifir á. Hann bendir einnig á að á þriðja áratug síðustu aldar hafi komið skyndilegt hlýindaskeið eftir langvarandi kuldatímabil sem náði hámarki árið 1930 og stóð með hléum fram á miðjan sjöunda áratuginn. "Mér vitanlega var síður en svo loðnulaust á þessu tímabili og því er ekki hægt að setja samasem merki milli hlýnun sjávar og hrun loðnustofnsins. Það virðist vera að stefna í svipað hlýindaskeið núna og var á þriðja áratugnum." Hjálmar bætir þó við að þetta ástand geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef það hefur varanleg áhrif á útbreiðslu tegundarinnar, það er að segja ef hún færist sífellt fjær frá landinu. Það gæti haft neikvæð áhrif á aðra stofna og vistkerfi sjávar við landið. Hann tekur þó fram að það sé ekkert sem bendi til þess að loðnan eigi ekki eftir að færast aftur nær landinu og þó svo að stofninn í ár hafi enn ekki fundist þurfi það ekki að hafa nema tímabundna frestun á vertíðinni í för með sér.
Fréttir Innlent Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Sjá meira