Innlent

Störf ráðsins áfram mikilvæg

Samstarfið við Rússland innan Eystrasaltsráðsins hefur skilað góðum árangri, sagði Geir Haarde, fjármálaráðherra, á leiðtogafundi ráðsins sem haldinn var í Eistlandi í dag, en Geir sat fundinn í fjarveru Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra. Aðalumræðuefni fundarins var framtíð Eystrasaltsráðsins í ljósi stækunnar Evrópusambandsins, en einungis Ísland, Noregur og Rússland standa utan ESB, af ellefu aðildarríkjum ráðsins. Geir sagði að þótt áherslur Eystrasaltsráðsins breyttust við breyttar aðstæður, þá héldu störf ráðsins áfram að vera mikilvæg, til dæmis í tengslum við baráttuna gegn alnæmi og mansali. Geir sagði ennfremur að Eystrasaltsráðið væri kjörinn vettvangur til náins samstarfs milli Rússlands og hinna ríkjanna tíu, auk Evrópusambandsins. Næsti leiðtogafundur verður haldinn á Íslandi árið 2006, en Íslendingar taka við formennsku í ráðinu í júní á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×