Hrun loðnustofns kostar milljarða 20. júní 2004 00:01 "Það er engin skýring á því af hverju loðnustofninn ætti að vera hruninn og persónulega hef ég ekki trú á því," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar og formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna. Hver sá dagur sem líður án þess að tangur né tetur finnist af loðnu á Íslandsmiðum gerir útvegsmenn áhyggjufyllri og fer þeim fjölgandi sem grunar að stofninn sé einfaldlega hruninn. Mun Hafrannsóknastofnunin gera úrslitatilraun næstu tvær vikur til leitar fyrir vestan og austan land og hafa fjölda loðnuveiðiskipa sér til fulltingis. Björgólfur segir að ef í ljós komi að stofn loðnu hér við land sé hruninn sé það áfall fyrir þjóðarbúið í heild og ekki einungis sjávarútveginn. "Það hefur engin vísindaleg úttekt verið gerð á efnahagslegum áhrifum þessa ef satt reynist en mér telst lauslega til að þjóðarbúið verði af tíu til ellefu milljörðum króna í útflutningstekjum. Þá eru ótalin öll önnur áhrif sem slíkt hefði óneitanlega í för með sér. Mörg störf í landvinnslunni mundu tapast og bræðslur færu strax að finna fyrir loðnuskorti. Þá er ómögulegt að segja til um áhrifin á aðra fiskistofna en fræðingar segja að loðnan sé mjög mikilvæg fæðutegund og enginn veit í hvað annar fiskur sækir ef engin er loðnan." Jón Kristjánsson fiskifræðingur telur ekki ólíklegt að loðnustofninn sé hruninn. "Það hafa komið fram ákveðnar vísbendingar í þá átt. Sjórinn hefur hitnað talsvert og það er sannað að loðnan þolir það illa. Í þokkabót má ekki gleyma því að veturinn 2001-2002 var mikill fugladauði fyrir norðan land, sem gaf til kynna að lítið væri af fiski á ferðinni. Það er í raun undarlegt að menn skuli vera hissa á þessu því náttúran hefur verið síbreytileg í milljónir ára og furðulegt að ganga að því sem vísu að allt sé á sínum stað ár eftir ár." Seint verður gert of mikið úr mikilvægi loðnu við strendur landsins. Hún er ein mikilvægasta fæða margra tegunda, þar á meðal hvala, sela, sjófugla og bolfisks. Fréttir Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
"Það er engin skýring á því af hverju loðnustofninn ætti að vera hruninn og persónulega hef ég ekki trú á því," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar og formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna. Hver sá dagur sem líður án þess að tangur né tetur finnist af loðnu á Íslandsmiðum gerir útvegsmenn áhyggjufyllri og fer þeim fjölgandi sem grunar að stofninn sé einfaldlega hruninn. Mun Hafrannsóknastofnunin gera úrslitatilraun næstu tvær vikur til leitar fyrir vestan og austan land og hafa fjölda loðnuveiðiskipa sér til fulltingis. Björgólfur segir að ef í ljós komi að stofn loðnu hér við land sé hruninn sé það áfall fyrir þjóðarbúið í heild og ekki einungis sjávarútveginn. "Það hefur engin vísindaleg úttekt verið gerð á efnahagslegum áhrifum þessa ef satt reynist en mér telst lauslega til að þjóðarbúið verði af tíu til ellefu milljörðum króna í útflutningstekjum. Þá eru ótalin öll önnur áhrif sem slíkt hefði óneitanlega í för með sér. Mörg störf í landvinnslunni mundu tapast og bræðslur færu strax að finna fyrir loðnuskorti. Þá er ómögulegt að segja til um áhrifin á aðra fiskistofna en fræðingar segja að loðnan sé mjög mikilvæg fæðutegund og enginn veit í hvað annar fiskur sækir ef engin er loðnan." Jón Kristjánsson fiskifræðingur telur ekki ólíklegt að loðnustofninn sé hruninn. "Það hafa komið fram ákveðnar vísbendingar í þá átt. Sjórinn hefur hitnað talsvert og það er sannað að loðnan þolir það illa. Í þokkabót má ekki gleyma því að veturinn 2001-2002 var mikill fugladauði fyrir norðan land, sem gaf til kynna að lítið væri af fiski á ferðinni. Það er í raun undarlegt að menn skuli vera hissa á þessu því náttúran hefur verið síbreytileg í milljónir ára og furðulegt að ganga að því sem vísu að allt sé á sínum stað ár eftir ár." Seint verður gert of mikið úr mikilvægi loðnu við strendur landsins. Hún er ein mikilvægasta fæða margra tegunda, þar á meðal hvala, sela, sjófugla og bolfisks.
Fréttir Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira