Bændur ekki búnir undir breytingar 20. júní 2004 00:01 "Margir íslenskir bændur eru alls ekki búnir undir miklar breytingar sem verða á þeirra högum ef stuðningur stjórnvalda breytist eða minnkar í framtíðinni," segir Ari Teitsson, bóndi og fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands. Ný skýrsla Efnahags- og samvinnustofnunar Evrópu, OECD, gefur til kynna að styrkir til landbúnaðarins hérlendis séu með því hæsta sem gerist í heiminum og telja ýmsir að íslenskum stjórnvöldum sé ekki stætt á að halda slíkum stuðningi áfram gagnvart alþjóðlegum aðilum. Í skýrslunni kemur fram að íslensk meðalfjölskylda greiðir sem svarar rúmlega 200 þúsund krónum beinlínis til styrktar landbúnaði hér á landi, sem þó virðist duga skammt þar sem fjölmargir bændur hafa lítið upp úr krafsinu. Ari segir að allar gagnrýnisraddir séu af hinu góða enda engin kerfi svo góð að ekki megi endurskoða þau annað slagið. "Nú veit ég ekki hvernig OECD fær út þessar tölur en ég get bent á að það sem flokkast undir landbúnað hér á Íslandi er mun víðtækara en erlendis. Þannig eru styrkir Dana til dæmis eingöngu til ræktunar og slátrunar dýra en hér flokkast umhverfismál og skólamál einnig inn í landbúnaðinn. Bændaskólinn á Hvanneyri heyrir þannig undir landbúnað en ekki menntun og vera má að þetta skekki myndina." Ari er hins vegar ekki í neinum vafa um að erlendur þrýstingur gegn hérlendum stjórnvöldum muni aukast í framtíðinni og gefa verði eftir í stuðningi og höftum ýmiss konar. "Þessi mál er einmitt verið að ræða þessa dagana við erlend ríki en burtséð frá útkomunni er klárt að mjög margir reiða sig á stuðning ríkisins og hafa ekki búið í haginn fyrir breytingar eða skerðingar á þeim stuðningi. Þannig eru dæmi um offjárfestingar víða í geiranum og það liggur fyrir að slíkir aðilar munu berjast í bökkum í framtíðinni." Fréttir Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
"Margir íslenskir bændur eru alls ekki búnir undir miklar breytingar sem verða á þeirra högum ef stuðningur stjórnvalda breytist eða minnkar í framtíðinni," segir Ari Teitsson, bóndi og fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands. Ný skýrsla Efnahags- og samvinnustofnunar Evrópu, OECD, gefur til kynna að styrkir til landbúnaðarins hérlendis séu með því hæsta sem gerist í heiminum og telja ýmsir að íslenskum stjórnvöldum sé ekki stætt á að halda slíkum stuðningi áfram gagnvart alþjóðlegum aðilum. Í skýrslunni kemur fram að íslensk meðalfjölskylda greiðir sem svarar rúmlega 200 þúsund krónum beinlínis til styrktar landbúnaði hér á landi, sem þó virðist duga skammt þar sem fjölmargir bændur hafa lítið upp úr krafsinu. Ari segir að allar gagnrýnisraddir séu af hinu góða enda engin kerfi svo góð að ekki megi endurskoða þau annað slagið. "Nú veit ég ekki hvernig OECD fær út þessar tölur en ég get bent á að það sem flokkast undir landbúnað hér á Íslandi er mun víðtækara en erlendis. Þannig eru styrkir Dana til dæmis eingöngu til ræktunar og slátrunar dýra en hér flokkast umhverfismál og skólamál einnig inn í landbúnaðinn. Bændaskólinn á Hvanneyri heyrir þannig undir landbúnað en ekki menntun og vera má að þetta skekki myndina." Ari er hins vegar ekki í neinum vafa um að erlendur þrýstingur gegn hérlendum stjórnvöldum muni aukast í framtíðinni og gefa verði eftir í stuðningi og höftum ýmiss konar. "Þessi mál er einmitt verið að ræða þessa dagana við erlend ríki en burtséð frá útkomunni er klárt að mjög margir reiða sig á stuðning ríkisins og hafa ekki búið í haginn fyrir breytingar eða skerðingar á þeim stuðningi. Þannig eru dæmi um offjárfestingar víða í geiranum og það liggur fyrir að slíkir aðilar munu berjast í bökkum í framtíðinni."
Fréttir Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira