Erlent

Morðin efla al-Kaída

Morð á leiðtogum al-Kaída samtakanna í Sádí-Arabíu verða aðeins til að efla samtökin í baráttu sinni gegn Vesturlöndum. Þetta segir á vefsíðu samtakanna í dag sem viðurkenna að fjórir leiðtogar þeirra hafi verið felldir í skotbardaga í höfuðborginni Riyadh. Í yfirlýsingunni segir að samtökin muni halda áfram heilögu stríði og að morðin í gær muni ekki veikja heldur styrkja þau til frekari hryðjuverka. Bandarísk stjórnvöld hvetja bandaríska borgara til að yfirgefa Sádí-Arabíu eftir að bandarískur verkfræðingur var hálshöggvinn á föstudag. Yfirvöld í Sádí-Arabíu telja enn að öryggi útlendinga sé tryggt í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×