Lífið

Frábært framtak í íþróttamálum

Fyrsti brettagarður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur var tekinn í notkun síðastliðinn föstudag við íþróttamiðstöðina Austurberg í Breiðholti. Um nokkurt skeið hafa börn og ungt fólk í Reykjavík óskað eftir aðstöðu til að stunda rennsli á hjólabrettum, línuskautum og hjólum. Könnun frá árinu 2001 sem ber nafnið Börnin í borginni greindi frá því að rúmlega fjörutíu prósent krakka á aldrinum 10--13 ára stunda hjólabretti, hlaupahjól, línuskauta eða hjólaskauta þrisvar sinnum í viku eða oftar. Félagsmiðstöðin Miðberg mun annast brettagarðinn. Næst er fyrirhugað að opna brettagarð í Grafarvogi og einnig í grennd við félagsmiðstöðina Tónabæ. Í garðinn voru fengin ýmis tæki sem uppfylla evrópskar kröfur sem gerðar eru til endingar, öryggis og gæða fyrir notendur og er vert að kíkja í Austurbergið og berja þetta skemmtilega framtak Reykjavíkurborgar augum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×