Æ fleiri fá sér tjörn í garðinn 18. júní 2004 00:01 Samkvæmt starfsfólki Garðheima fer þeim stöðugt fjölgandi sem lífga upp á garðana sína með tjörnum, fossum og lækjum. Til þess þarf aðeins hugmyndaflug, útsjónarsemi og garð. Fyrsta skrefið er að ákveða hvar tjörnin á að vera og hversu stór. Hægt er að gera tjörn á tvennan hátt, annars vegar eru fáanlegar tilbúnar tjarnir og hinsvegar er hægt að ráða lögun tjarnarinnar sinnar sjálfur með því að móta hana með þartilgerðum dúk. Tilbúnu tjarnirnar eru úr plasti og fáanlegar frá 130 lítrum upp í 530 lítra. Dúkurinn er seldur í metravís. Svo er að grafa holu í garðinn þar sem tjörnin á að vera. Það er mikilvægt að ganga vel frá undirlaginu svo líkur á frostlyftingu séu hverfandi. Tilvalið er að nýta uppgröftinn til að móta landslag fyrir læk eða foss. Dælur í tjarnir fást í mismunandi gerðum. Í minni tjarnir eru notaðar einfaldari dælur til fá hreyfingu á vatnið eða að halda stöðugu rennsli í gosbrunn. Í tjörnum með gróðri eða fiskum er dæla nauðsyn til að auka súrefnisflæði í vatninu, sía það og hreinsa. Ef nota á dæluna til að lyfta vatninu upp í læk eða foss þarf kraftmikla dælu. Látið tjörnina standa fulla af vatni í allavega viku til þess að jarðvegurinn nái að þjappast nægilega áður en lokafrágangur fer fram. Ýmsir möguleikar eru á að skreyta tjörnina sína. Hægt er að hafa í henni syllur og stalla og hafa þar skrautsteina og blóm. Svo er hægt að hafa styttu í miðjunni og jafnvel gosbrunn. Einnig er hægt að leiða vatn með slöngu upp á lóðina og búa til læk sem rennur í tjörnina og í hann er hægt að setja flúðir og fossa. Tjörnina má líka skreyta með skemmtilegum aukahlutum úr plasti svo sem öndum, vatnaliljum og froskum. Tjarnir þurfa ekki að vera dýrar og falleg tjörn með gosbrunni gæti kostað innan við 20.000 krónur. Möguleikarnir eru óteljandi og ekki eftir neinu að bíða að láta drauminn um tjörnina rætast. Hús og heimili Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Sjá meira
Samkvæmt starfsfólki Garðheima fer þeim stöðugt fjölgandi sem lífga upp á garðana sína með tjörnum, fossum og lækjum. Til þess þarf aðeins hugmyndaflug, útsjónarsemi og garð. Fyrsta skrefið er að ákveða hvar tjörnin á að vera og hversu stór. Hægt er að gera tjörn á tvennan hátt, annars vegar eru fáanlegar tilbúnar tjarnir og hinsvegar er hægt að ráða lögun tjarnarinnar sinnar sjálfur með því að móta hana með þartilgerðum dúk. Tilbúnu tjarnirnar eru úr plasti og fáanlegar frá 130 lítrum upp í 530 lítra. Dúkurinn er seldur í metravís. Svo er að grafa holu í garðinn þar sem tjörnin á að vera. Það er mikilvægt að ganga vel frá undirlaginu svo líkur á frostlyftingu séu hverfandi. Tilvalið er að nýta uppgröftinn til að móta landslag fyrir læk eða foss. Dælur í tjarnir fást í mismunandi gerðum. Í minni tjarnir eru notaðar einfaldari dælur til fá hreyfingu á vatnið eða að halda stöðugu rennsli í gosbrunn. Í tjörnum með gróðri eða fiskum er dæla nauðsyn til að auka súrefnisflæði í vatninu, sía það og hreinsa. Ef nota á dæluna til að lyfta vatninu upp í læk eða foss þarf kraftmikla dælu. Látið tjörnina standa fulla af vatni í allavega viku til þess að jarðvegurinn nái að þjappast nægilega áður en lokafrágangur fer fram. Ýmsir möguleikar eru á að skreyta tjörnina sína. Hægt er að hafa í henni syllur og stalla og hafa þar skrautsteina og blóm. Svo er hægt að hafa styttu í miðjunni og jafnvel gosbrunn. Einnig er hægt að leiða vatn með slöngu upp á lóðina og búa til læk sem rennur í tjörnina og í hann er hægt að setja flúðir og fossa. Tjörnina má líka skreyta með skemmtilegum aukahlutum úr plasti svo sem öndum, vatnaliljum og froskum. Tjarnir þurfa ekki að vera dýrar og falleg tjörn með gosbrunni gæti kostað innan við 20.000 krónur. Möguleikarnir eru óteljandi og ekki eftir neinu að bíða að láta drauminn um tjörnina rætast.
Hús og heimili Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Sjá meira