Menning

Mælir andoxunarefni

Nú er hægt að láta mæla magn andoxunarefna í líkamanum á einfaldan hátt. Almennt eru andoxunarefni vörn líkamans gegn skaðlegum áhrifum stakeinda en skaðleg áhrif þeirra hafa verið tengd við ýmsa sjúkdóma á borð við hjarta- og æðasjúkdóma, taugasjúkdóma, efnaskiptasjúkdóma sem og vissar gerðir krabbameins. Rannsóknir benda til að einstaklingar með hátt hlutfall andoxunarefna í fæðu séu ekki jafn líklegir til að fá slíka sjúkdóma. Einnig hefur of mikið magn stakeinda í líkamanum verið tengt við hröðun öldunarferlis frumna. Því ætti nægjanlegt hlutfall andoxunarefna í líkamanum að hægja á öldrunarferlinu. Andoxunarskanni Pharmanex byggir á lasertækni sem ákvarðar magn karótenóíða í líkamanum. Karótenóíð eru stór og mikilvægur flokkur andoxunarefna sem við fáum aðallega úr ávöxtum, grænmeti og fjölvítamíni með andoxunarefnum. Andoxunarskanninn kom á markað í mars á síðasta ári en hann hefur verið í þróun síðastliðin sex ár. Það er fyrirtækið Pharmanex á Íslandi sem hefur einkaleyfi á skannanum og sér um framkvæmd mælinga. Fyrirtækið er dótturfyrirtæki Nu Skin Enterprises sem er leiðandi á sviði náttúrulegra fæðubótaefna og hefur sérhæft sig í rannsóknum og þróun á næringar- og fæðubótaefnum unnum úr náttúrulegu hráefni. Frekari upplýsingar um andoxunarskannann má nálgast á heimasíðunni pharmanex.com





Fleiri fréttir

Sjá meira


×