Orð forsætisráðherra dauð og ómerk 14. júní 2004 00:01 Tvenn ummæli sem Davíð Oddsson forsætisráðherra lét falla um Jón Ólafsson fyrrverandi aðaleiganda Norðurljósa voru í dag dæmd dauð og ómerk. Davíð á þess ekki kost að áfrýja dóminum. Jón Ólafsson segist hafa fengið það fram sem hann vildi. Mál þetta hefur vakið mikla athygli, bæði í fjölmiðlum og meðal almennings, enda eiga hér við sögu tveir mjög umdeildir menn - annar þekktur kaupsýslumaður og hinn forsætisráðherra. Davíð Oddsson lét ummælin falla í tengslum við sölu Jóns Ólafssonar á ráðandi hlut í Norðurljósum. Jón seldi allar eigur sínar hér á landi um miðjan nóvember á síðasta ári og hafði KB banki milligöngu um söluna. Um svipað leyti bárust fréttir af því að skattrannsóknarstjóri hefði lokið rannsókn á skattamálum Jóns og að um verulegar fjárhæðir væri að ræða. Í viðtali við fréttastofu Útvarps 21. nóvember sagði forsætisráðherra að hann hefði þá tilfinningu að með sölunni væri verið að gera ríkisvaldinu erfiðara fyrir með að ná til sín fjármunum kæmi til viðbótarálagningar. Svo sagði hann orðrétt: "Þetta hafði allt þann brag að þarna væri verið að kaupa og selja þýfi í mínum huga." Daginn eftir var haft eftir forsætisráðherra í Morgunblaðinu: "Þann sama dag sem skattrannsóknarstjóri skilar af sér rannsókn sem snýst um grunsemdir um að það blasi við að maður nokkur sé mesti skattsvikari Íslandssögunnar stendur þessi banki fyrir því að losa hans eignir héðan." Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur taldi að í fyrri ummælunum hefði verið settur fyrirvari um að grunsemdir sem fram kæmu í skýrslu skattrannsóknarstjóra ættu við rök að styðjast. Sá fyrirvari hefði hins vegar verið svo óljós að hægt hefði verið að misskilja þannig að forsætisráðherra væri að halda því fram fullum fetum að Jón Ólafsson væri þjófur. Þá taldi dómari forsætisráðherra ekki getað staðið á orðalaginu "...að það blasi við". Kröfum um þriggja milljóna króna skaðabætur var hafnað, svo og kröfum um refsingu og kostnað vegna birtingar dóms í dagblöðum. Þá bera Jón og Davíð hvor sinn kostnað vegna málsins. Jón Ólafsson sagðist í samtali við fréttastofu vera ánægður með niðurstöðu dómsins. Hann vildi ekki viðtal en benti á lögmann sinn sem segir dómarann hafa gert þessi orð forsætisráðherra ómerk og að engu hafandi. Aðspurður hvort ekki mætti segja að þetta sé veikasta útgáfa af þessum dómi sem hægt væri að fá segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Jóns Ólafssonar, ekki svo viss um það því það sé afar óhepppilegt, svo ekki sé meira sagt, að forsætisráðherra tali þannig um einstaka borgara í sínu eigin landi að þeir þurfi að leita dómstóla til þess að fá ummælin dæmd dauð og ómerk. "Fólk sem býr í slíku landi getur ekki borið mikið traust til forsætisráðherra sem þannig talar. Einnig dregur þetta mjög úr trausti hans annars staðar, þ.e.a.s. utanlands, og það er ekki heppilegt fyrir okkur sem þjóð að helstu leiðtogum okkar skuli ekki vera treyst," segir Ragnar Aðalsteinsson. Davíð Oddsson getur ekki áfrýjað málinu vegna þess að hann kaus að sækja ekki dómþing heldur afgreiða málið frá sinni hálfu með greinargerð. Davíð Oddsson mun ekki tjá sig um þetta mál, að sögn Illuga Gunnarssonar aðstoðarmanns hans. Í desember síðastliðnum sagði Davíð Oddson forsætisráðherra hins vegar, í viðtali við fréttastofu Sjónvarps, að lítið væri orðið eftir af tjáningarfrelsinu í landinu ef hann mætti ekki viðhafa þau orð sem hann hafði um Jón Ólafsson fyrrverandi eiganda Norðurljósa. Fréttir Innlent Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Tvenn ummæli sem Davíð Oddsson forsætisráðherra lét falla um Jón Ólafsson fyrrverandi aðaleiganda Norðurljósa voru í dag dæmd dauð og ómerk. Davíð á þess ekki kost að áfrýja dóminum. Jón Ólafsson segist hafa fengið það fram sem hann vildi. Mál þetta hefur vakið mikla athygli, bæði í fjölmiðlum og meðal almennings, enda eiga hér við sögu tveir mjög umdeildir menn - annar þekktur kaupsýslumaður og hinn forsætisráðherra. Davíð Oddsson lét ummælin falla í tengslum við sölu Jóns Ólafssonar á ráðandi hlut í Norðurljósum. Jón seldi allar eigur sínar hér á landi um miðjan nóvember á síðasta ári og hafði KB banki milligöngu um söluna. Um svipað leyti bárust fréttir af því að skattrannsóknarstjóri hefði lokið rannsókn á skattamálum Jóns og að um verulegar fjárhæðir væri að ræða. Í viðtali við fréttastofu Útvarps 21. nóvember sagði forsætisráðherra að hann hefði þá tilfinningu að með sölunni væri verið að gera ríkisvaldinu erfiðara fyrir með að ná til sín fjármunum kæmi til viðbótarálagningar. Svo sagði hann orðrétt: "Þetta hafði allt þann brag að þarna væri verið að kaupa og selja þýfi í mínum huga." Daginn eftir var haft eftir forsætisráðherra í Morgunblaðinu: "Þann sama dag sem skattrannsóknarstjóri skilar af sér rannsókn sem snýst um grunsemdir um að það blasi við að maður nokkur sé mesti skattsvikari Íslandssögunnar stendur þessi banki fyrir því að losa hans eignir héðan." Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur taldi að í fyrri ummælunum hefði verið settur fyrirvari um að grunsemdir sem fram kæmu í skýrslu skattrannsóknarstjóra ættu við rök að styðjast. Sá fyrirvari hefði hins vegar verið svo óljós að hægt hefði verið að misskilja þannig að forsætisráðherra væri að halda því fram fullum fetum að Jón Ólafsson væri þjófur. Þá taldi dómari forsætisráðherra ekki getað staðið á orðalaginu "...að það blasi við". Kröfum um þriggja milljóna króna skaðabætur var hafnað, svo og kröfum um refsingu og kostnað vegna birtingar dóms í dagblöðum. Þá bera Jón og Davíð hvor sinn kostnað vegna málsins. Jón Ólafsson sagðist í samtali við fréttastofu vera ánægður með niðurstöðu dómsins. Hann vildi ekki viðtal en benti á lögmann sinn sem segir dómarann hafa gert þessi orð forsætisráðherra ómerk og að engu hafandi. Aðspurður hvort ekki mætti segja að þetta sé veikasta útgáfa af þessum dómi sem hægt væri að fá segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Jóns Ólafssonar, ekki svo viss um það því það sé afar óhepppilegt, svo ekki sé meira sagt, að forsætisráðherra tali þannig um einstaka borgara í sínu eigin landi að þeir þurfi að leita dómstóla til þess að fá ummælin dæmd dauð og ómerk. "Fólk sem býr í slíku landi getur ekki borið mikið traust til forsætisráðherra sem þannig talar. Einnig dregur þetta mjög úr trausti hans annars staðar, þ.e.a.s. utanlands, og það er ekki heppilegt fyrir okkur sem þjóð að helstu leiðtogum okkar skuli ekki vera treyst," segir Ragnar Aðalsteinsson. Davíð Oddsson getur ekki áfrýjað málinu vegna þess að hann kaus að sækja ekki dómþing heldur afgreiða málið frá sinni hálfu með greinargerð. Davíð Oddsson mun ekki tjá sig um þetta mál, að sögn Illuga Gunnarssonar aðstoðarmanns hans. Í desember síðastliðnum sagði Davíð Oddson forsætisráðherra hins vegar, í viðtali við fréttastofu Sjónvarps, að lítið væri orðið eftir af tjáningarfrelsinu í landinu ef hann mætti ekki viðhafa þau orð sem hann hafði um Jón Ólafsson fyrrverandi eiganda Norðurljósa.
Fréttir Innlent Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira