Innlent

Konuleysi undirbúningsnefndar

Það brýtur í bága við nýsamþykkta framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum að engin kona eigi sæti í undirbúningsnefnd fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Þetta kemur fram í ályktun Femínistafélags Íslands sem send var út í morgun og tekur félagið þar með undir ályktun Kvenréttindafélags Íslands.  Í ályktuninni segir jafnframt að þetta sé ekki til marks um að jafnréttismál séu ofarlega á baugi hjá ráðamönnum þjóðarinnar og skorar Femínistafélagið á stjórnvöld landsins að bæta úr þessu hið snarasta.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×