Mikill meirihluti á móti lögunum 12. júní 2004 00:01 Meirihluti þjóðarinnar hyggst greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögum ríkisstjórnarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu sem ráðgert er að verði í fyrri hluta ágústmánaðar. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði um síðustu helgi. Fjölmiðlalögin voru samþykkt á Alþingi 24. maí en í síðustu viku synjaði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, þeim staðfestingar. Lögin eru samt sem áður í gildi og verða í gildi þar til þjóðartkvæðagreiðslan fer fram. Hafni þjóðin þeim í ágúst munu þau falla úr gildi en verði þau samþykkt munu þau gilda áfram. Samkvæmt könnuninni ætla um 71 prósent þeirra sem tóku afstöðu að greiða atkvæði gegn lögunum en 29 prósent með þeim. Alls tóku 73 prósent fólks afstöðu í könnuninni. Af þeim sem ekki tóku afstöðu segjast 23 prósent vera óákveðin eða neita að svara og um fjögur prósent segjast ekki ætla að kjósa. Fleiri konur en karlar segjast ætla að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum en ekki er marktækur munur á afstöðu fólks eftir búsetu. Fréttablaðið hefur þrisvar áður spurt fólk um málið. Í lok apríl voru ríflega 77 prósent þeirra sem tóku afstöðu andvíg fjölmiðlafrumvarpinu. Eftir þá könnun gerði ríkisstjórnin tvisvar breytingar á frumvarpinu. Eftir fyrstu breytinguna sýndi skoðanakönnun blaðsins að tæplega 83 prósent væru á móti frumvarpinu. Samkvæmt skoðanakönnun blaðsins, sem gerð var fáeinum dögum áður en Alþingi samþykkti lögin, var tæplega 81 prósent á móti frumvarpinu. Könnunin var gerð síðastliðna helgi. Hringt var í 800 manns og var skiptingin jöfn milli kynja og hlutfallslega milli kjördæma. Spurt var: Ef þjóðaratkvæðagreiðsla um fjölmiðlalögin færi fram nú; myndir þú greiða atkvæði með lögunum eða á móti þeim? Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Meirihluti þjóðarinnar hyggst greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögum ríkisstjórnarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu sem ráðgert er að verði í fyrri hluta ágústmánaðar. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði um síðustu helgi. Fjölmiðlalögin voru samþykkt á Alþingi 24. maí en í síðustu viku synjaði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, þeim staðfestingar. Lögin eru samt sem áður í gildi og verða í gildi þar til þjóðartkvæðagreiðslan fer fram. Hafni þjóðin þeim í ágúst munu þau falla úr gildi en verði þau samþykkt munu þau gilda áfram. Samkvæmt könnuninni ætla um 71 prósent þeirra sem tóku afstöðu að greiða atkvæði gegn lögunum en 29 prósent með þeim. Alls tóku 73 prósent fólks afstöðu í könnuninni. Af þeim sem ekki tóku afstöðu segjast 23 prósent vera óákveðin eða neita að svara og um fjögur prósent segjast ekki ætla að kjósa. Fleiri konur en karlar segjast ætla að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum en ekki er marktækur munur á afstöðu fólks eftir búsetu. Fréttablaðið hefur þrisvar áður spurt fólk um málið. Í lok apríl voru ríflega 77 prósent þeirra sem tóku afstöðu andvíg fjölmiðlafrumvarpinu. Eftir þá könnun gerði ríkisstjórnin tvisvar breytingar á frumvarpinu. Eftir fyrstu breytinguna sýndi skoðanakönnun blaðsins að tæplega 83 prósent væru á móti frumvarpinu. Samkvæmt skoðanakönnun blaðsins, sem gerð var fáeinum dögum áður en Alþingi samþykkti lögin, var tæplega 81 prósent á móti frumvarpinu. Könnunin var gerð síðastliðna helgi. Hringt var í 800 manns og var skiptingin jöfn milli kynja og hlutfallslega milli kjördæma. Spurt var: Ef þjóðaratkvæðagreiðsla um fjölmiðlalögin færi fram nú; myndir þú greiða atkvæði með lögunum eða á móti þeim?
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira