Fjárnám hjá ungu fólki tvöfaldast 25. júní 2004 00:01 Ungu fólki á aldrinum 21-30 ára, sem er á vanskilaskrá, hefur fjölgað talsvert á milli ára 2003 og 2004. Fyrstu fimm mánuði ársins 2003 var samtals 2.331 á vanskilaskrá, en eru 2639 fyrstu fimm mánuði þessa árs. Í þessum aldurshópi hefur árangurslausum fjárnámum fjölgað verulega því þau hafa aukist um 100 prósent, samkvæmt upplýsingum frá Lánstrausti hf. Á fyrstu fimm mánuðum 2003 voru þau 636 talsins en eru orðin1212 á fyrstu fimm mánuðum þessa árs. Í aldurshópnum 18-20 ára hefur þeim aftur á móti fækkað heldur sem eru á vanskilaskrá. Þeir voru 220 fyrstu fimm mánuði ársins 2003, en eru 206 nú. Þegar litið er á heildarmyndina er ekki um miklar breytingar að ræða, hvorki til fækkunar né fjölgunar. "Hvað varðar þetta háa hlutfall árangurslausra fjárnáma í aldurshópnum 21-30 ára, þá þýðir það að um er að ræða fólk sem á ekki eignir og skuldar fjárhæðir sem það ræður ekki við að greiða af," sagði Björk Ólafsdóttir, fjármálastjóri hjá Lánstrausti hf. Hún kvaðst ekki hafa athugað hvað ylli þessari aukningu, en í gegnum tíðina hefðu bílalánin og greiðslukortaskuldir verið stórir þættir í skuldasöfnun þessa aldurshóps. Hann væri að eyða um efni fram. Spurð hvort ungu fólki sem lenti í vanskilum hefði farið fjölgandi á síðari árum sagði Björk að aldurinn hefði hægt og sígandi færst neðar. Áður hefðu fjárfestingar verið meiri í næsta aldurshóp fyrir ofan, það er 30-45 ára. "Fólk á aldrinum 18-20 ára var varla til á vanskilaskrá fyrir fimm árum," sagði hún. "Þegar við rákum augun í að farið var að fjölga í þessum hópi fórum við af stað með átak í grunnskólunum, í samvinnu við banka og fjármálastofnanir." Námskeiðinu var þannig hagað að tveir starfsmenn Lánstrausts fóru í 10 ára bekki allra grunnskólanna á höfuðborgarsvæðinu. Nemendum var kennt að fara með peningana sína og eyða ekki um efni fram. Björk sagði að árangurslaust fjárnám þýddi að þeir sem lentu í árangurslausum fjárnámum fengju enga fyrirgreiðslu í bönkum og fjármálastofnunum, nema með því að fá veð hjá einhverjum öðrum. Með öðrum orðum, lokað væri á öll viðskipti við viðkomandi. Þeim væri ein leið fær, að vinna og reyna að greiða upp skuldir sínar. Fréttir Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Ungu fólki á aldrinum 21-30 ára, sem er á vanskilaskrá, hefur fjölgað talsvert á milli ára 2003 og 2004. Fyrstu fimm mánuði ársins 2003 var samtals 2.331 á vanskilaskrá, en eru 2639 fyrstu fimm mánuði þessa árs. Í þessum aldurshópi hefur árangurslausum fjárnámum fjölgað verulega því þau hafa aukist um 100 prósent, samkvæmt upplýsingum frá Lánstrausti hf. Á fyrstu fimm mánuðum 2003 voru þau 636 talsins en eru orðin1212 á fyrstu fimm mánuðum þessa árs. Í aldurshópnum 18-20 ára hefur þeim aftur á móti fækkað heldur sem eru á vanskilaskrá. Þeir voru 220 fyrstu fimm mánuði ársins 2003, en eru 206 nú. Þegar litið er á heildarmyndina er ekki um miklar breytingar að ræða, hvorki til fækkunar né fjölgunar. "Hvað varðar þetta háa hlutfall árangurslausra fjárnáma í aldurshópnum 21-30 ára, þá þýðir það að um er að ræða fólk sem á ekki eignir og skuldar fjárhæðir sem það ræður ekki við að greiða af," sagði Björk Ólafsdóttir, fjármálastjóri hjá Lánstrausti hf. Hún kvaðst ekki hafa athugað hvað ylli þessari aukningu, en í gegnum tíðina hefðu bílalánin og greiðslukortaskuldir verið stórir þættir í skuldasöfnun þessa aldurshóps. Hann væri að eyða um efni fram. Spurð hvort ungu fólki sem lenti í vanskilum hefði farið fjölgandi á síðari árum sagði Björk að aldurinn hefði hægt og sígandi færst neðar. Áður hefðu fjárfestingar verið meiri í næsta aldurshóp fyrir ofan, það er 30-45 ára. "Fólk á aldrinum 18-20 ára var varla til á vanskilaskrá fyrir fimm árum," sagði hún. "Þegar við rákum augun í að farið var að fjölga í þessum hópi fórum við af stað með átak í grunnskólunum, í samvinnu við banka og fjármálastofnanir." Námskeiðinu var þannig hagað að tveir starfsmenn Lánstrausts fóru í 10 ára bekki allra grunnskólanna á höfuðborgarsvæðinu. Nemendum var kennt að fara með peningana sína og eyða ekki um efni fram. Björk sagði að árangurslaust fjárnám þýddi að þeir sem lentu í árangurslausum fjárnámum fengju enga fyrirgreiðslu í bönkum og fjármálastofnunum, nema með því að fá veð hjá einhverjum öðrum. Með öðrum orðum, lokað væri á öll viðskipti við viðkomandi. Þeim væri ein leið fær, að vinna og reyna að greiða upp skuldir sínar.
Fréttir Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira