Fjárnám hjá ungu fólki tvöfaldast 25. júní 2004 00:01 Ungu fólki á aldrinum 21-30 ára, sem er á vanskilaskrá, hefur fjölgað talsvert á milli ára 2003 og 2004. Fyrstu fimm mánuði ársins 2003 var samtals 2.331 á vanskilaskrá, en eru 2639 fyrstu fimm mánuði þessa árs. Í þessum aldurshópi hefur árangurslausum fjárnámum fjölgað verulega því þau hafa aukist um 100 prósent, samkvæmt upplýsingum frá Lánstrausti hf. Á fyrstu fimm mánuðum 2003 voru þau 636 talsins en eru orðin1212 á fyrstu fimm mánuðum þessa árs. Í aldurshópnum 18-20 ára hefur þeim aftur á móti fækkað heldur sem eru á vanskilaskrá. Þeir voru 220 fyrstu fimm mánuði ársins 2003, en eru 206 nú. Þegar litið er á heildarmyndina er ekki um miklar breytingar að ræða, hvorki til fækkunar né fjölgunar. "Hvað varðar þetta háa hlutfall árangurslausra fjárnáma í aldurshópnum 21-30 ára, þá þýðir það að um er að ræða fólk sem á ekki eignir og skuldar fjárhæðir sem það ræður ekki við að greiða af," sagði Björk Ólafsdóttir, fjármálastjóri hjá Lánstrausti hf. Hún kvaðst ekki hafa athugað hvað ylli þessari aukningu, en í gegnum tíðina hefðu bílalánin og greiðslukortaskuldir verið stórir þættir í skuldasöfnun þessa aldurshóps. Hann væri að eyða um efni fram. Spurð hvort ungu fólki sem lenti í vanskilum hefði farið fjölgandi á síðari árum sagði Björk að aldurinn hefði hægt og sígandi færst neðar. Áður hefðu fjárfestingar verið meiri í næsta aldurshóp fyrir ofan, það er 30-45 ára. "Fólk á aldrinum 18-20 ára var varla til á vanskilaskrá fyrir fimm árum," sagði hún. "Þegar við rákum augun í að farið var að fjölga í þessum hópi fórum við af stað með átak í grunnskólunum, í samvinnu við banka og fjármálastofnanir." Námskeiðinu var þannig hagað að tveir starfsmenn Lánstrausts fóru í 10 ára bekki allra grunnskólanna á höfuðborgarsvæðinu. Nemendum var kennt að fara með peningana sína og eyða ekki um efni fram. Björk sagði að árangurslaust fjárnám þýddi að þeir sem lentu í árangurslausum fjárnámum fengju enga fyrirgreiðslu í bönkum og fjármálastofnunum, nema með því að fá veð hjá einhverjum öðrum. Með öðrum orðum, lokað væri á öll viðskipti við viðkomandi. Þeim væri ein leið fær, að vinna og reyna að greiða upp skuldir sínar. Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Ungu fólki á aldrinum 21-30 ára, sem er á vanskilaskrá, hefur fjölgað talsvert á milli ára 2003 og 2004. Fyrstu fimm mánuði ársins 2003 var samtals 2.331 á vanskilaskrá, en eru 2639 fyrstu fimm mánuði þessa árs. Í þessum aldurshópi hefur árangurslausum fjárnámum fjölgað verulega því þau hafa aukist um 100 prósent, samkvæmt upplýsingum frá Lánstrausti hf. Á fyrstu fimm mánuðum 2003 voru þau 636 talsins en eru orðin1212 á fyrstu fimm mánuðum þessa árs. Í aldurshópnum 18-20 ára hefur þeim aftur á móti fækkað heldur sem eru á vanskilaskrá. Þeir voru 220 fyrstu fimm mánuði ársins 2003, en eru 206 nú. Þegar litið er á heildarmyndina er ekki um miklar breytingar að ræða, hvorki til fækkunar né fjölgunar. "Hvað varðar þetta háa hlutfall árangurslausra fjárnáma í aldurshópnum 21-30 ára, þá þýðir það að um er að ræða fólk sem á ekki eignir og skuldar fjárhæðir sem það ræður ekki við að greiða af," sagði Björk Ólafsdóttir, fjármálastjóri hjá Lánstrausti hf. Hún kvaðst ekki hafa athugað hvað ylli þessari aukningu, en í gegnum tíðina hefðu bílalánin og greiðslukortaskuldir verið stórir þættir í skuldasöfnun þessa aldurshóps. Hann væri að eyða um efni fram. Spurð hvort ungu fólki sem lenti í vanskilum hefði farið fjölgandi á síðari árum sagði Björk að aldurinn hefði hægt og sígandi færst neðar. Áður hefðu fjárfestingar verið meiri í næsta aldurshóp fyrir ofan, það er 30-45 ára. "Fólk á aldrinum 18-20 ára var varla til á vanskilaskrá fyrir fimm árum," sagði hún. "Þegar við rákum augun í að farið var að fjölga í þessum hópi fórum við af stað með átak í grunnskólunum, í samvinnu við banka og fjármálastofnanir." Námskeiðinu var þannig hagað að tveir starfsmenn Lánstrausts fóru í 10 ára bekki allra grunnskólanna á höfuðborgarsvæðinu. Nemendum var kennt að fara með peningana sína og eyða ekki um efni fram. Björk sagði að árangurslaust fjárnám þýddi að þeir sem lentu í árangurslausum fjárnámum fengju enga fyrirgreiðslu í bönkum og fjármálastofnunum, nema með því að fá veð hjá einhverjum öðrum. Með öðrum orðum, lokað væri á öll viðskipti við viðkomandi. Þeim væri ein leið fær, að vinna og reyna að greiða upp skuldir sínar.
Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira