Innlent

Næstminnsta fylgi forystuflokks

Aðeins eitt dæmi er um að forystuflokkur í ríkisstjórn hafi haft jafn lítið fylgi og Framsóknarflokkurinn hefur nú þegar hann tekur við forystu í ríkisstjórn. B-listi Framsóknarflokksins fékk 17,7% í síðustu kosningunum vorið 2003. Sami flokkur var í stjórnarforystu 1978 með 16.9% á bakvið sig og er það minnsta fylgi sem dæmi er um að forystuflokkur í ríkisstjórn hafi haft. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir enga reglu um að stærsti flokkurinn hafi stjórnarforystu: "Óvenjulegar aðstæður hafa valdið því í stjórnmálasögu okkar að lítill flokkur fái stjórnarforystu, ýmist vegna þess að samstarfsflokkar gefa eftir ráðuneyti í skiptum fyrir forsætisráðuneytið eða vegna þess að þeir eru í óvenjulega sterkri aðstöðu í stjórnarmyndun."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×