Ísland í hættu vegna listans? 24. september 2004 00:01 Talið er líklegt að írakskir öfgahópar og mannræningjar viti að Ísland er á lista hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu. Þessi listi er víða orðinn mikið viðkvæmnismál og hefur ríkisstjórn Kosta Ríka farið fram á að landið verði fjarlægt af honum. Þá hefur listinn verið tekinn af heimasíðu Hvíta hússins. Ísland er eitt þeirra tæplega fimmtíu ríkja sem studdu innrás Bandaríkjastjórnar í Írak með einum eða öðrum hætti og birtist á svokölluðum lista hinna viljugu þjóða yfir bandalagsríki Bandaríkjanna í Íraksstríðinu. Á heimasíðu Hvíta hússins er sagt frá því að stuðningur bandalagsríkjanna sé mismunandi; allt frá beinni hernaðarlegri þátttöku til stjórnmálalegs stuðnings og aðstoðar við uppbyggingu í Írak. Það er í þessum síðarnefnda anda sem hið herlausa Ísland er á þessum lista enda má á heimasíðunni lesa tilvitnun í þáverandi forsætisráðherra, Davíð Odsson, þess efnis. Bandaríkin gerðu mikið með þennan stuðningsmannalista í upphafi en nú er öldin önnur og í kjölfar þeirrar óaldar sem nú ríkir í Írak fækkar þeim löndum óðfluga sem vilja láta bendla sig við stríðið. Stjórnlagadómstóll í Kosta Ríka komst að þeirri niðurstöðu fyrir skömmu að það væri ekki við hæfi að landið, sem er herlaust líkt og Ísland, væri á þessum stríðslista og krafðist þess að vera tekið út af honum. Ráðamenn í Washington virðast hafa gengið skrefinu lengra því nú er búið að fjarlægja listann í heild sinni af heimasíðu Hvíta hússins. Öfgahópar í Írak hafa haft í hótunum við velflest þau lönd sem eiga hermenn í Írak og mannræningjar virðast nánast ganga skipulega til verks í því að ræna og myrða íbúa frá þessum stuðningslöndum. Í kjölfarið vaknar sú spurning hvort Ísland og Íslendingar séu, vegna veru sinnar á þessum stuðningslista, komnir á skotlista hryðjuverkamanna. Davíð Logi Sigurðsson, blaðamaður Morgunblaðsins, er einn af fáum Íslendingum sem dvalið hafa í Írak en hann var þar á ferð í febrúar á þessu ári. Hann segist varla myndu treysta sér til að fara þangað aftur eins og ástandið er núna. Davíð telur að almennir borgarar viti ekki af veru Íslands á listanum og það kæmi honum reyndar á óvart ef svo væri. Hann segist hins vegar geta ímyndað sér að ráðamenn í arabalöndunum, og jafnvel framámenn öfgamanna í Írak og víðar, hafi listann við höndina. Davíð kveðst vita til þess að fulltrúar Íslands hafi verið spurðir af erlendum ráðamönnum hvers vegna Ísland sé á listanum. Fréttir Innlent Írak Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Talið er líklegt að írakskir öfgahópar og mannræningjar viti að Ísland er á lista hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu. Þessi listi er víða orðinn mikið viðkvæmnismál og hefur ríkisstjórn Kosta Ríka farið fram á að landið verði fjarlægt af honum. Þá hefur listinn verið tekinn af heimasíðu Hvíta hússins. Ísland er eitt þeirra tæplega fimmtíu ríkja sem studdu innrás Bandaríkjastjórnar í Írak með einum eða öðrum hætti og birtist á svokölluðum lista hinna viljugu þjóða yfir bandalagsríki Bandaríkjanna í Íraksstríðinu. Á heimasíðu Hvíta hússins er sagt frá því að stuðningur bandalagsríkjanna sé mismunandi; allt frá beinni hernaðarlegri þátttöku til stjórnmálalegs stuðnings og aðstoðar við uppbyggingu í Írak. Það er í þessum síðarnefnda anda sem hið herlausa Ísland er á þessum lista enda má á heimasíðunni lesa tilvitnun í þáverandi forsætisráðherra, Davíð Odsson, þess efnis. Bandaríkin gerðu mikið með þennan stuðningsmannalista í upphafi en nú er öldin önnur og í kjölfar þeirrar óaldar sem nú ríkir í Írak fækkar þeim löndum óðfluga sem vilja láta bendla sig við stríðið. Stjórnlagadómstóll í Kosta Ríka komst að þeirri niðurstöðu fyrir skömmu að það væri ekki við hæfi að landið, sem er herlaust líkt og Ísland, væri á þessum stríðslista og krafðist þess að vera tekið út af honum. Ráðamenn í Washington virðast hafa gengið skrefinu lengra því nú er búið að fjarlægja listann í heild sinni af heimasíðu Hvíta hússins. Öfgahópar í Írak hafa haft í hótunum við velflest þau lönd sem eiga hermenn í Írak og mannræningjar virðast nánast ganga skipulega til verks í því að ræna og myrða íbúa frá þessum stuðningslöndum. Í kjölfarið vaknar sú spurning hvort Ísland og Íslendingar séu, vegna veru sinnar á þessum stuðningslista, komnir á skotlista hryðjuverkamanna. Davíð Logi Sigurðsson, blaðamaður Morgunblaðsins, er einn af fáum Íslendingum sem dvalið hafa í Írak en hann var þar á ferð í febrúar á þessu ári. Hann segist varla myndu treysta sér til að fara þangað aftur eins og ástandið er núna. Davíð telur að almennir borgarar viti ekki af veru Íslands á listanum og það kæmi honum reyndar á óvart ef svo væri. Hann segist hins vegar geta ímyndað sér að ráðamenn í arabalöndunum, og jafnvel framámenn öfgamanna í Írak og víðar, hafi listann við höndina. Davíð kveðst vita til þess að fulltrúar Íslands hafi verið spurðir af erlendum ráðamönnum hvers vegna Ísland sé á listanum.
Fréttir Innlent Írak Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira