Kindur brunnu inni í eldsvoða 20. nóvember 2004 00:01 Fjörutíu og ein sauðkind brann inni í eldsvoða í úthúsi á bænum Hrútatungu í botni Hrútafjarðar í fyrrakvöld. Eldurinn kom upp í hlöðu sem er sambyggð fjárhúsunum. Gunnar Sæmundsson, bóndi í Hrútatungu, náði að hleypa fénu út úr fjárhúsunum en kindunum sem voru í hlöðunni varð ekki bjargað. Gunnar fékk snert af reykeitrun og var fluttur á heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga þar sem hann dvaldi yfir nóttina. Gunnar er viss um að eldurinn hafi komið upp í dráttarvél sem hann hafði lagt inni í hlöðunni. "Fyrr um daginn hafði verið erfitt að koma dráttarvélinni í gang út af miklu frosti. Þegar ég var búinn að sækja heyrúllur, til að gefa tvo næstu daga, skildi ég dráttarvélina eftir inni í hlöðunni svo það yrði auðveldara að koma henni í gang daginn eftir," segir Gunnar. Hann fór úr fjárhúsunum um klukkan hálf sex. Upp úr klukkan hálf átta fór rafmagn af íbúðarhúsinu og þegar Gunnar fór að leita að vasaljósi varð hann var við eldinn í hlöðunni. Hann hljóp út að fjárhúsunum og hleypti fénu út. Kindurnar sem hýstar voru í hlöðunni brunnu inni en búið var að breyta hluta hlöðunnar í fjárhús. Tvær til þrjár kindur eru sárar og ekki víst hvort þær muni lifa. Gunnar var alls með 430 kindur. Mikill eldsmatur var í dráttarvélinni að sögn Gunnars. Í henni voru hátt í 150 lítrar af hráolíu og tugir lítra af smurolíu auk dekkjanna. Dráttarvélin er gjörónýt og hlaðan er mikið skemmd en það tókst að forða því að eldurinn færi í fjárhúsin. Þó urðu nokkrar skemmdir á þaki fjárhússins. Slökkvilið frá Hvammstanga, Borðeyri og Búðardal kom á staðinn auk þess sem nágrannar Gunnars komu til aðstoðar við að slökkva eldinn. Tankbíll frá Búðardal kom með vatn til slökkvistarfsins en annars þurfti að sækja vatn í Hrútafjarðará. Slökkvistarfi lauk klukkan þrjú um nóttina. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Fjörutíu og ein sauðkind brann inni í eldsvoða í úthúsi á bænum Hrútatungu í botni Hrútafjarðar í fyrrakvöld. Eldurinn kom upp í hlöðu sem er sambyggð fjárhúsunum. Gunnar Sæmundsson, bóndi í Hrútatungu, náði að hleypa fénu út úr fjárhúsunum en kindunum sem voru í hlöðunni varð ekki bjargað. Gunnar fékk snert af reykeitrun og var fluttur á heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga þar sem hann dvaldi yfir nóttina. Gunnar er viss um að eldurinn hafi komið upp í dráttarvél sem hann hafði lagt inni í hlöðunni. "Fyrr um daginn hafði verið erfitt að koma dráttarvélinni í gang út af miklu frosti. Þegar ég var búinn að sækja heyrúllur, til að gefa tvo næstu daga, skildi ég dráttarvélina eftir inni í hlöðunni svo það yrði auðveldara að koma henni í gang daginn eftir," segir Gunnar. Hann fór úr fjárhúsunum um klukkan hálf sex. Upp úr klukkan hálf átta fór rafmagn af íbúðarhúsinu og þegar Gunnar fór að leita að vasaljósi varð hann var við eldinn í hlöðunni. Hann hljóp út að fjárhúsunum og hleypti fénu út. Kindurnar sem hýstar voru í hlöðunni brunnu inni en búið var að breyta hluta hlöðunnar í fjárhús. Tvær til þrjár kindur eru sárar og ekki víst hvort þær muni lifa. Gunnar var alls með 430 kindur. Mikill eldsmatur var í dráttarvélinni að sögn Gunnars. Í henni voru hátt í 150 lítrar af hráolíu og tugir lítra af smurolíu auk dekkjanna. Dráttarvélin er gjörónýt og hlaðan er mikið skemmd en það tókst að forða því að eldurinn færi í fjárhúsin. Þó urðu nokkrar skemmdir á þaki fjárhússins. Slökkvilið frá Hvammstanga, Borðeyri og Búðardal kom á staðinn auk þess sem nágrannar Gunnars komu til aðstoðar við að slökkva eldinn. Tankbíll frá Búðardal kom með vatn til slökkvistarfsins en annars þurfti að sækja vatn í Hrútafjarðará. Slökkvistarfi lauk klukkan þrjú um nóttina.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira