98 útköll frá miðnætti 22. ágúst 2004 00:01 Talið er að um eða yfir 100 þúsund manns hafi verið á menningarhátíð í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi, enn fleiri en í fyrra. Hámarki náði hátíðin með glæsilegri flugeldasýningu við Reykjavíkurhöfn og fagnaði mannfjöldinn ákaft þegar stærstu bomburnar sprungu. Áður höfðu tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens og hljómssveitin Ego lokið veglegum tónleikum á Miðbakka hafnarinnar. Miðað við umfang hátíðarinnar verður ekki annað sagt en að hún hafi farið vel fram í stórum dráttum. Veður var eins og best verður á kosið, heiður himinn og hægur andvari. Miklar umferðarteppur mynduðust á helstu götum í kringum miðborgina þegar allur þessi fjöldi sneri heim á leið um miðnætti, og var algengt að það tæki fólk á aðra klukkustund að komast úr þvögunni. Þá voru strætisvagnar troðfullir og greinilegt að margir fóru eftir ábendingum lögreglu um að nota freka almenningsvagna en einkabíllinn. Þótt hátíðinni hafi formlega lokið klukkan hálf tólf í gærkvöldi var ennþá, á tíunda tímanum í morgun, töluverður hópur fólks í miðborginni og mikill erill hjá lögreglu. Þá var gríðarleg ölvun, einkum eftir miðnætti, en lögregla sinnti 98 útköllum frá miðnætti og til klukkan sjö í morgun, aðallega vegna afleiðingar ölvunar. Alvarlegasta málið, sem komið hefur til kasta lögreglu í nótt, er nauðgunarkæra, en stúlka um tvítugt kærði tvo pilta fyrir nauðgun við Fríkirkjuveg. Piltarnir eru ófundnir en málið er í rannsókn. Þá hefur verið tilkynntur fjöldi líkamsárása, flestar þó minniháttar. Í einu tilviki var maður sleginn með flösku. Fimm manns hafa verið teknir grunaður um ölvun við akstur en lögregla býst við að slíkum málum fjölgi með morgninum þegar menn fara timbraðir að sækja bílana sína eftir skrall næturinnar. Fréttir Innlent Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Talið er að um eða yfir 100 þúsund manns hafi verið á menningarhátíð í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi, enn fleiri en í fyrra. Hámarki náði hátíðin með glæsilegri flugeldasýningu við Reykjavíkurhöfn og fagnaði mannfjöldinn ákaft þegar stærstu bomburnar sprungu. Áður höfðu tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens og hljómssveitin Ego lokið veglegum tónleikum á Miðbakka hafnarinnar. Miðað við umfang hátíðarinnar verður ekki annað sagt en að hún hafi farið vel fram í stórum dráttum. Veður var eins og best verður á kosið, heiður himinn og hægur andvari. Miklar umferðarteppur mynduðust á helstu götum í kringum miðborgina þegar allur þessi fjöldi sneri heim á leið um miðnætti, og var algengt að það tæki fólk á aðra klukkustund að komast úr þvögunni. Þá voru strætisvagnar troðfullir og greinilegt að margir fóru eftir ábendingum lögreglu um að nota freka almenningsvagna en einkabíllinn. Þótt hátíðinni hafi formlega lokið klukkan hálf tólf í gærkvöldi var ennþá, á tíunda tímanum í morgun, töluverður hópur fólks í miðborginni og mikill erill hjá lögreglu. Þá var gríðarleg ölvun, einkum eftir miðnætti, en lögregla sinnti 98 útköllum frá miðnætti og til klukkan sjö í morgun, aðallega vegna afleiðingar ölvunar. Alvarlegasta málið, sem komið hefur til kasta lögreglu í nótt, er nauðgunarkæra, en stúlka um tvítugt kærði tvo pilta fyrir nauðgun við Fríkirkjuveg. Piltarnir eru ófundnir en málið er í rannsókn. Þá hefur verið tilkynntur fjöldi líkamsárása, flestar þó minniháttar. Í einu tilviki var maður sleginn með flösku. Fimm manns hafa verið teknir grunaður um ölvun við akstur en lögregla býst við að slíkum málum fjölgi með morgninum þegar menn fara timbraðir að sækja bílana sína eftir skrall næturinnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira