Siv aftur í ríkisstjórn? 23. ágúst 2004 00:01 Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, vill að formaður flokksins og aðrir forystumenn haldi fund með óánægjuöflum innan flokksins til að freista þess að ná sáttum. Hann segir mikilvægt að fullvissa jafnréttissinna um að Siv Friðleifsdóttir snúi aftur í ríkisstjórn. Guðni Ágústsson segir mikilvægt að forysta flokksins fullvissi jafnréttissinna innan flokksins um að Siv Friðleifsdóttir víki einungis tímabundið úr ríkisstjórn, nú þegar formaður flokksins hefur boðað enn frekari breytingar innan eins og hálfs árs. Hennar tími sé ekki liðinn í pólitík, enda sé hún gríðarlega öflugur ráðherra. Aðspurður hvort honum finnist að það hefði átt að fara einhverja aðra leið segir Guðni svo ekki vera, þrátt fyrir að hann hafi vitað að þessi leið myndi valda mikilli ólgu. Guðni segir að hann hafi lagt á það áherslu, áður en ákvörðun formannsins lá fyrir, í samtali sínu og Halldórs að leitað yrði til fleiri framsóknarmanna en þingmanna um hvernig mætti ná farsælli lausn. Það hafi ekki verið gert en þar sé hægt að bæta úr. Guðni segir að það sé órói í flokknum og hann ætli ekki að gera lítið úr honum, það sé einungis hægt að jafna hann með því að skýra málin betur. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að konur hefðu alla jafna haft mikil áhrif innan flokksins. Engin ástæða væri til annars en að ætla að svo yrði áfram. Hann segist hafa fullan skilning á ónægju framsóknarkvenna en bendir á að konur hafi haft mikinn frama í flokknum, og meiri en í öðrum flokkum. Aðspurður um þær ásakanir á hendur Halldóri um að vilja koma öllum völdum Framsóknarflokksins í hendurnar á fámennri stuðningsmannaklíku sinnar segir Halldór að þetta sé út í hött. Völdin séu í höndum þingflokksins og flokksþings þar sem hann hafi verið kjörinn með yfirgnæfandi meirihluta. Halldóri þykir miður að einhverjir skuli hafa verið að tala með þessum hætti en ef hinir sömu séu ónægðir með þær ákvarðanir sem hann tekur, þá sé rétt að tala um það beint við Halldór. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, vill að formaður flokksins og aðrir forystumenn haldi fund með óánægjuöflum innan flokksins til að freista þess að ná sáttum. Hann segir mikilvægt að fullvissa jafnréttissinna um að Siv Friðleifsdóttir snúi aftur í ríkisstjórn. Guðni Ágústsson segir mikilvægt að forysta flokksins fullvissi jafnréttissinna innan flokksins um að Siv Friðleifsdóttir víki einungis tímabundið úr ríkisstjórn, nú þegar formaður flokksins hefur boðað enn frekari breytingar innan eins og hálfs árs. Hennar tími sé ekki liðinn í pólitík, enda sé hún gríðarlega öflugur ráðherra. Aðspurður hvort honum finnist að það hefði átt að fara einhverja aðra leið segir Guðni svo ekki vera, þrátt fyrir að hann hafi vitað að þessi leið myndi valda mikilli ólgu. Guðni segir að hann hafi lagt á það áherslu, áður en ákvörðun formannsins lá fyrir, í samtali sínu og Halldórs að leitað yrði til fleiri framsóknarmanna en þingmanna um hvernig mætti ná farsælli lausn. Það hafi ekki verið gert en þar sé hægt að bæta úr. Guðni segir að það sé órói í flokknum og hann ætli ekki að gera lítið úr honum, það sé einungis hægt að jafna hann með því að skýra málin betur. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að konur hefðu alla jafna haft mikil áhrif innan flokksins. Engin ástæða væri til annars en að ætla að svo yrði áfram. Hann segist hafa fullan skilning á ónægju framsóknarkvenna en bendir á að konur hafi haft mikinn frama í flokknum, og meiri en í öðrum flokkum. Aðspurður um þær ásakanir á hendur Halldóri um að vilja koma öllum völdum Framsóknarflokksins í hendurnar á fámennri stuðningsmannaklíku sinnar segir Halldór að þetta sé út í hött. Völdin séu í höndum þingflokksins og flokksþings þar sem hann hafi verið kjörinn með yfirgnæfandi meirihluta. Halldóri þykir miður að einhverjir skuli hafa verið að tala með þessum hætti en ef hinir sömu séu ónægðir með þær ákvarðanir sem hann tekur, þá sé rétt að tala um það beint við Halldór.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent