Innlent

Hugsanleg íkveikja í Keflavík

Á fimmta tímanum í morgun var tilkynnt um lausan eld í ruslatunnum, utan við iðnaðarhúsnæði á Iðavöllum í Keflavík, að því er vefur Víkurfrétta greinir frá. Slökkviliðsbifreið frá Brunavörnum Suðurnesja og lögregla fór á staðinn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem var í klæðningu á vesturhlið hússins en klæðningin var þó nokkuð skemmd. Svo virðist sem kveikt hafi verið í ruslatunnunum. Myndin er úr myndasafni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×