Innlent

Sprengjuhótun í vél Íslandsflugs

Boeing 737 þota Íslandsflugs, með 146 farþega innanborðs, þurfti að lenda á flugvellinum í Lyon í Frakklandi í gærkvöld vegna sprengjuhótunar. Svo virðist sem um gabb hafi verið að ræða. Flugvélin var í leiguflugi á leið frá Napolí til Dyflinnar þegar einn flugliði fann miða á salerni vélarinnar sem á stóð „Sprengja 11. september“. Hótunin var tekin alvarlega og var vélinni beint til Saint Exupery flugvallar í Lyon. Farþegar og áhöfn yfirgáfu þotuna og voru yfirheyrðir á meðan leitað var ítarlega í vélinni en ekkert grunsamlegt fannst. Vélin lenti svo í Dyflinni um eittleytið í nótt, eftir níu klukkustunda óvænta viðdvöl á flugvellinum í Lyon.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×