Innlent

Segir engar gleiðlinsur notaðar

Arkitekt sem vann að kynningarbæklingi fyrir bæjarstjórn Seltjarnarness, vegna fyrirhugaðra blokkabygginga þar, segir að engar gleiðlinsur hafi verið notaðar við tökurnar. Stöð 2 sýndi mynd í fréttum af fyrirhuguðum blokkum á Seltjarnarnesi. Því var haldið fram að myndin hefði verið tekin með gleiðlinsu, til þess að blokkirnar sýndust sem minnstar og penastar. Andstæðingar framkvæmdanna sökuðu bæjarstjórnina um það sem þeir kölluðu sjónhverfingar, með þessari framsetningu. Því var einnig haldið fram að myndin hefði verið tekin á skýjuðum degi, til þess að fela hið fagra útsýni sem þarna er. Ögmundur Skarphéðinsson, arkitekt segir að það sé ekki rétt að gleiðlinsa hafi verið notuð. Þetta sé samsett mynd og engar tilraunir hafi verið gerðar til þess að bjaga hana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×