Erlent

Reykur í farþegarými

168 farþegar spænskrar leiguflugvélar urðu að flýja út um neyðarútganga eftir að mikill reykur myndaðist í farþegarými vélarinnar í morgun. Vélin var á brautarenda á flugvellinum í Köln í Þýskalandi og var við það að taka á loft þegar reykurinn fyllti farþegarýmið. Eftir rannsókn á brautarenda kom í ljós að gat á olíuleiðslu leiddi til þess, að olía lak á heitan hreyfil vélarinnar og reykurinn barst inn í farþegarýmið. Sjö farþegar voru fluttir á sjúkrahús með reykeitrun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×