Eldvörnum fyrirtækja áfátt 24. nóvember 2004 00:01 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins telur eldvörnum 236 fyrirtækja í umdæminu vera verulega áfátt. Níu fyrirtækjum hefur verið hótað dagsektum geri þau ekki nauðsynlegar úrbætur. Endurhæfingarmiðstöðin Reykjalundur er meðal þeirra sem hafa dagsektir hangandi yfir sér vegna slakra brunavarna. Eldsvoðinn hjá endurvinnslufyrirtækinu Hringrás hefur beint sjónum manna að brunavörnum annarra fyrirtækja en eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær gerði eldvarnareftirlitið alvarlegar athugasemdir í sumar við dekkjahauginn sem kviknaði í á mánudaginn. Það sem af er þessu ári hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins þurft að senda 531 húseiganda athugasemdir vegna ónógra brunavarna. 236 þeirra hafa enn ekki lokið nauðsynlegum úrbótum og má búast við að einhverjir þeirra verði látnir sæta dagsektum. Slíkar sektir vofa yfir níu þeirra en þeim er ekki beitt nema að ríkar ástæður búi að baki. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins er gripið til dagsekta í þeim tilvikum þar sem öryggi fólks er talið í hættu vegna umtalsverðra ágalla á eldvörnum. Aðdragandi álagningarinnar er flókinn og þungur í vöfum, til dæmis er veittur andmælaréttur og frestir gefnir til úrbóta. Heimild sveitarfélags þarf til að hægt sé að innheimta sektina. Sektirnar eru ákveðið hlutfall af brunabótamati, þó aldrei hærri en 500.000 þúsund krónur á dag. Eldvarnaeftirlitið hefur um skeið haft eldvarnir endurhæfingarmiðstöðvarinnar Reykjalundar til skoðunar og hefur málið komist á það stig að óskað hefur verið eftir heimild til að leggja sektir á stofnunina. Í september tók bæjarstjórn Mosfellsbæjar beiðnina fyrir en afgreiðslu málsins var frestað. Framhald málsins er á þessari stundu ekki ljóst. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins telur eldvörnum 236 fyrirtækja í umdæminu vera verulega áfátt. Níu fyrirtækjum hefur verið hótað dagsektum geri þau ekki nauðsynlegar úrbætur. Endurhæfingarmiðstöðin Reykjalundur er meðal þeirra sem hafa dagsektir hangandi yfir sér vegna slakra brunavarna. Eldsvoðinn hjá endurvinnslufyrirtækinu Hringrás hefur beint sjónum manna að brunavörnum annarra fyrirtækja en eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær gerði eldvarnareftirlitið alvarlegar athugasemdir í sumar við dekkjahauginn sem kviknaði í á mánudaginn. Það sem af er þessu ári hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins þurft að senda 531 húseiganda athugasemdir vegna ónógra brunavarna. 236 þeirra hafa enn ekki lokið nauðsynlegum úrbótum og má búast við að einhverjir þeirra verði látnir sæta dagsektum. Slíkar sektir vofa yfir níu þeirra en þeim er ekki beitt nema að ríkar ástæður búi að baki. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins er gripið til dagsekta í þeim tilvikum þar sem öryggi fólks er talið í hættu vegna umtalsverðra ágalla á eldvörnum. Aðdragandi álagningarinnar er flókinn og þungur í vöfum, til dæmis er veittur andmælaréttur og frestir gefnir til úrbóta. Heimild sveitarfélags þarf til að hægt sé að innheimta sektina. Sektirnar eru ákveðið hlutfall af brunabótamati, þó aldrei hærri en 500.000 þúsund krónur á dag. Eldvarnaeftirlitið hefur um skeið haft eldvarnir endurhæfingarmiðstöðvarinnar Reykjalundar til skoðunar og hefur málið komist á það stig að óskað hefur verið eftir heimild til að leggja sektir á stofnunina. Í september tók bæjarstjórn Mosfellsbæjar beiðnina fyrir en afgreiðslu málsins var frestað. Framhald málsins er á þessari stundu ekki ljóst.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira