Innlent

Met í frystingu á einum sólarhring

Í gær var met slegið um borð í Guðmundi Ólafi í frystingu á einum sólarhring þegar fryst voru rúm 53 tonn. Guðmundur Ólafur landar síðasta síldartúrnum á þessari vertíð í Reykjavík í dag og áætlað er að heildarmagn túrsins verði um 400 tonn. Frá því er greint á heimasíðu útgerðarinnar að þegar hún fékk skipið fyrir þremur árum hafi um 42 tonn verið fryst á sólarhring en með betrumbótum, tilfæringum og vönum mönnum hafi tekist að auka afköstin um ellefu tonn á sólarhring.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×