Innlent

Skýrslan rýr í roðinu

Viðbrögð ráðherrafundar Norðurskautsráðsins við skýrslu vísindamanna um öra hlýnun á Norðurslóðum eru rýr í roðinu að mati Náttúruverndarsamtaka Íslands. Í tilkynningu frá samtökunum segir að ríkin lýsi yfir áhyggjum af áhrifum loftslagsbreytinga og hversu mikilvægu hlutverki norðurheimskautasvæðið gegni í loftslagi jarðar, en segi á hinn bóginn ekkert um bindandi aðgerðir til að draga úr útsreymi gróðurhúsalofttegunda, sem er orsök þess vanda sem við er að etja. Ríki Norðurskautsráðsins hafi þar með, undir formennsku Íslands, misst af tækifæri til að veita forystu í aðgerðum til að bregðast við þeirri ógn sem steðjar að lífríki norðursins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×