Brautarljósin björtu 28. október 2004 00:01 Ný tegund umferðarljósa hefur skotið upp kollinum í höfuðborginni sem þykja bjartari en þau sem vegfarendur hafa áður átt að venjast. Talsverð ásókn er í umferðarljós af hálfu almennings Umferðarljósum hefur fjölgað nokkuð í höfuðborginni síðustu fimm árin. Árið 1999 voru 97 gatnamót með götuvitum en í ár stefnir í að þau verði 111 talsins. Hins vegar hefur fjöldi hnappastýrðra gangbrautarljósa staðið í stað. Að sögn Dagbjarts Sigurbrandsson, umsjónarmanns umferðarljósa hjá Gatnamálastofu, eru flestir nýir götuvitar sem settir eru upp í bænum af þessari nýju gerð. Á síðustu mánuðum hefur þeim verið komið upp víða um borgina, meðal annars á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar og við Stekkjarbakka. Ljóminn skæri stafar af litlum ljósadíóðum, eða tvískautalömpum, sem í æ ríkari mæli leysa hinar hefðbundnu glóperur af hólmi. Dagbjartur telur að birtan eigi eftir að koma sér vel þegar sólin er lágt á lofti. Ekki er nóg með að tvískautalamparnir lýsi skærar heldur eyða þeir margfalt minna rafmagni en glóperurnar, tólf vöttum í stað hundrað vatta. Á síðasta ári hljóðaði rafmagnsreikningurinn fyrir umferðarljós borgarinnar upp á 9.650.000 krónur. Nær tífalt minni rafmagnsnotkun lækkar þann reikning sem því nemur. Á móti kemur að nýju ljósin eru dýrari en þau gömlu, nú kostar hausinn hundrað þúsund krónur. Dagbjartur segir að nokkuð sé um að fólk hafi samband við Gatnamálastofu til að athuga hvort hægt sé að kaupa gömlu ljósin fyrst ný tegund hafi leyst þau eldri af hólmi. Því miður fyrir þetta fólk er einungis perustæðunum skipt út og kíttað upp í þannig að hausinn er áfram notaður. Ásókn fólks í ljós er slík að fyrir hefur komið að umferðarljósum sé hreinlega stolið og í eitt skipti fannst fulltengdur götuviti í fíkniefnagreni sem lögreglan hafði ráðist inn í. Til viðbótar brautarljósunum björtu eru ýmsar spennandi nýjungar í deiglunni hjá Dagbjarti og félögum, til dæmis skynjarar sem nema hreyfingar vegfarenda. Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Ný tegund umferðarljósa hefur skotið upp kollinum í höfuðborginni sem þykja bjartari en þau sem vegfarendur hafa áður átt að venjast. Talsverð ásókn er í umferðarljós af hálfu almennings Umferðarljósum hefur fjölgað nokkuð í höfuðborginni síðustu fimm árin. Árið 1999 voru 97 gatnamót með götuvitum en í ár stefnir í að þau verði 111 talsins. Hins vegar hefur fjöldi hnappastýrðra gangbrautarljósa staðið í stað. Að sögn Dagbjarts Sigurbrandsson, umsjónarmanns umferðarljósa hjá Gatnamálastofu, eru flestir nýir götuvitar sem settir eru upp í bænum af þessari nýju gerð. Á síðustu mánuðum hefur þeim verið komið upp víða um borgina, meðal annars á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar og við Stekkjarbakka. Ljóminn skæri stafar af litlum ljósadíóðum, eða tvískautalömpum, sem í æ ríkari mæli leysa hinar hefðbundnu glóperur af hólmi. Dagbjartur telur að birtan eigi eftir að koma sér vel þegar sólin er lágt á lofti. Ekki er nóg með að tvískautalamparnir lýsi skærar heldur eyða þeir margfalt minna rafmagni en glóperurnar, tólf vöttum í stað hundrað vatta. Á síðasta ári hljóðaði rafmagnsreikningurinn fyrir umferðarljós borgarinnar upp á 9.650.000 krónur. Nær tífalt minni rafmagnsnotkun lækkar þann reikning sem því nemur. Á móti kemur að nýju ljósin eru dýrari en þau gömlu, nú kostar hausinn hundrað þúsund krónur. Dagbjartur segir að nokkuð sé um að fólk hafi samband við Gatnamálastofu til að athuga hvort hægt sé að kaupa gömlu ljósin fyrst ný tegund hafi leyst þau eldri af hólmi. Því miður fyrir þetta fólk er einungis perustæðunum skipt út og kíttað upp í þannig að hausinn er áfram notaður. Ásókn fólks í ljós er slík að fyrir hefur komið að umferðarljósum sé hreinlega stolið og í eitt skipti fannst fulltengdur götuviti í fíkniefnagreni sem lögreglan hafði ráðist inn í. Til viðbótar brautarljósunum björtu eru ýmsar spennandi nýjungar í deiglunni hjá Dagbjarti og félögum, til dæmis skynjarar sem nema hreyfingar vegfarenda.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira