Varnaðarorð á ársþingi ASÍ 28. október 2004 00:01 Verkalýðsforystan hefur af því verulegar áhyggjur að forsendur kjarasamninga séu að bresta, en í samningum sem gerðir voru í vor eru ákvæði um verðlagsforsendur og viðbrögð standist þær ekki. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambandsins (ASÍ), sagði í opnunarræðu ársþings ASÍ, sem hófst í gær, að teikn væru á lofti sem hann hefði verulegar áhyggjur af. "Sérstakan ugg vekur að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar virðist einnig gera ráð fyrir að verðbólga verði meiri en forsendur kjarasamninga ganga út frá. Það veldur mér þó enn meiri áhyggjum að ríkisstjórnin virðist ekki átta sig á þessu, eða virðist ekki hafa af þessu neinar sérstakar áhyggjur. Þess sér að minnsta kosti ekki nein merki í stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum," sagði hann. Grétar sagði einnig að fátt væri til að auka fólki bjartsýni um að hrinda ætti í framkvæmd úrbótum í velferðarkerfinu. "Eins og við höfum kallað eftir og eins og allir stjórnmálaflokkar höfðu góð orð um fyrir síðustu kosningar og samstarfssáttmáli ríkisstjórnarinnar gaf nokkur fyrirheit um. Þetta eru veruleg vonbrigði," sagði hann og benti á að nú virtist ríkissjóður hafa fjárhagslegt svigrúm til að taka myndarlega á í þeim efnum. "Þess í stað hefur ríkisstjórnin ákveðið að lækka skatta um 23 milljarða á kjörtímabilinu. Á það hefur verið bent, bæði af Seðlabankanum, Alþýðusambandinu og Hagfræðistofnun Háskólans, að það sé líklegt að við þessar aðstæður virki skattalækkanir þensluhvetjandi. Ég held að menn verði að hugsa þessa hugsun til enda. Það liggur ljóst fyrir, að til að sporna gegn þeim áhrifum verða menn að draga úr útgjöldum á móti." Grétar ítrekaði að Alþýðusambandið hafnaði því alfarið að niðurskurður ríkisins af þessum sökum kæmi niður á velferðarkerfinu. "Ég ætlast til þess að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar eyði þeirri óvissu sem sannarlega er uppi í þessu efni og kveði upp úr um það að ekki verði gripið til þess ráðs að skera niður í velferðarkerfinu til að fjármagna áformaðar skattalækkanir," sagði hann. Fréttir Innlent Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Verkalýðsforystan hefur af því verulegar áhyggjur að forsendur kjarasamninga séu að bresta, en í samningum sem gerðir voru í vor eru ákvæði um verðlagsforsendur og viðbrögð standist þær ekki. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambandsins (ASÍ), sagði í opnunarræðu ársþings ASÍ, sem hófst í gær, að teikn væru á lofti sem hann hefði verulegar áhyggjur af. "Sérstakan ugg vekur að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar virðist einnig gera ráð fyrir að verðbólga verði meiri en forsendur kjarasamninga ganga út frá. Það veldur mér þó enn meiri áhyggjum að ríkisstjórnin virðist ekki átta sig á þessu, eða virðist ekki hafa af þessu neinar sérstakar áhyggjur. Þess sér að minnsta kosti ekki nein merki í stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum," sagði hann. Grétar sagði einnig að fátt væri til að auka fólki bjartsýni um að hrinda ætti í framkvæmd úrbótum í velferðarkerfinu. "Eins og við höfum kallað eftir og eins og allir stjórnmálaflokkar höfðu góð orð um fyrir síðustu kosningar og samstarfssáttmáli ríkisstjórnarinnar gaf nokkur fyrirheit um. Þetta eru veruleg vonbrigði," sagði hann og benti á að nú virtist ríkissjóður hafa fjárhagslegt svigrúm til að taka myndarlega á í þeim efnum. "Þess í stað hefur ríkisstjórnin ákveðið að lækka skatta um 23 milljarða á kjörtímabilinu. Á það hefur verið bent, bæði af Seðlabankanum, Alþýðusambandinu og Hagfræðistofnun Háskólans, að það sé líklegt að við þessar aðstæður virki skattalækkanir þensluhvetjandi. Ég held að menn verði að hugsa þessa hugsun til enda. Það liggur ljóst fyrir, að til að sporna gegn þeim áhrifum verða menn að draga úr útgjöldum á móti." Grétar ítrekaði að Alþýðusambandið hafnaði því alfarið að niðurskurður ríkisins af þessum sökum kæmi niður á velferðarkerfinu. "Ég ætlast til þess að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar eyði þeirri óvissu sem sannarlega er uppi í þessu efni og kveði upp úr um það að ekki verði gripið til þess ráðs að skera niður í velferðarkerfinu til að fjármagna áformaðar skattalækkanir," sagði hann.
Fréttir Innlent Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira