Innlent

Kjaradeila kennara óleyst

Fámennur vinnuhópur kennara og launanefndar sveitarfélaganna áttu gagnlegt spjall í húsakynnum Kennarasambandsins í gær. Deilendur hittast aftur í dag. Rætt hefur verið um vinnutíma og verkefnastjórnun. Engin niðurstaða fékkst að loknum fundinum í gær, segir Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara. Stefnt hafi verið á fund með ríkissáttasemjara eftir hádegi á morgun en óvíst sé hvort af honum verði. "Ef við höfum ekkert að segja sáttasemjara þá er spurning hvort við þurfum að hitta hann," segir Finnbogi. Hann segir alla hlutaðeigandi vona að deilan leysist fyrir 20. september, boðaðan verkfallsdag kennara: "Það getur enginn séð fyrir hver endirinn verður í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×