Innlent

Íslandsbanki með heilsuskóla

Stjórnendur og starfsmenn Íslandsbanka ætla að bjóða börnum starfsmanna upp á svonefndan heilsuskóla, ef til kennaraverkfalls kemur, til að létta áhyggjum af foreldrum, að sögn Herdísar Pálu Pálsdóttur, deildarstjóra í Íslandsbanka Herdís segir standa til að bjóða upp á gæslu með leik og íþróttum að sameiginlegu frumkvæði foreldra og forsvarsmanna í bankanum. Hún segir að fólk hafi verið farið að láta ákveðinn kvíða í ljós og því hafi verið ákveðið að bjóða upp á þessa lausn. Herdis segir um það bil 40 börn nú þegar hafa verið skráð í heilsuskólann, sem verður keyptur af konu út í bæ, sem sér um að leigja húsnæði og sjá um þetta allt saman. Börnin verði í höndum fagfólks, líkt og verið hefur þegar boðið hefur verið upp á sambærilegan skóla í vetrarfríum í grunnskólum. Herdís segir kostnaðinn falla að hluta á starfsfólk bankans, en annað falli á fyrirtækið sjálft.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×