Innlent

Lestarslys við Kárahnjúka

Þrír starfsmenn við Kárahnjúkavirkjun slösuðust talsvert þegar farþegalest, sem flytur starfsmenn, og vöruflutningalest rákust saman í Hrafnkelsdal á virkjanasvæði Kárahnjúkavirkjunar í nótt. Tilkynnt var um slysið til lögreglunnar á Egilstöðum um klukkan þrjú í nótt, en það varð í eins og hálfs kílómetra fjarlægð frá gangnamunnanum. Mennirnir voru fluttir til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Austurlands að Egilstöðum, en að sögn lögreglunnar eru þeir ekki lífshættulega slasaðir. Tildrög lestarslyssins eru óljós, en unnið er að rannsókn þess.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×