Drekkti sér í sögu og menningu. 22. september 2004 00:01 Guðmundur Jónsson gítarleikari fór í eftirminnilegt ferðalag á ævafornar slóðir. "Veturinn 2001 ætluðum við bróðir minn að fara tveir saman til Ítalíu í bakpokaferðalag. Ég var búinn að vinna allt of mikið og ýmislegt hafði gengið á svo ég þurfti virkilega að fá smá frí og hugsa minn gang. Þegar bróðir minn hætti svo við að fara ákvað ég að fara einn. Ég vissi ekkert hvað myndi gerast í þessari ferð nema að mig langaði til Kaíró í Egyptalandi. Svo lenti ég bara á Ítalíu og heimsótti þær borgir sem heilluðu mig. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á mannkynssögu og ákvað að drekkja mér í sögunni og menningunni. Ég varð fyrir miklum hughrifum þegar ég var í Flórens og sá styttuna af Davíð, ég hefði aldrei trúað að höggmynd gæti haft svona mikil áhrif á mig. Péturskirkjan hafði líka mikil áhrif á mig en ég hef alltaf haft mikinn áhuga á kaþólskri trú. Ég fór svo til Kaíró án þess að gera boð á undan mér, réði mér leiðsögumann sem var með mér í viku og við fórum að skoða ýmsilegt, til dæmis píramídana. Þeir stigu skyndilega upp úr rykmekkinum í fátæklegu úthverfinu eins og þeir væru bara í Grafarvoginum. Ég upplifði það mjög sterkt. Af því ég var einn náði ég að kynnast Egyptunum ágætlega og þeir sögðu mér frá sínum trúarbrögðum og lífi. Mér fannst arabar alveg einstaklega kurteist og elskulegt fólk og hef því kannski aðra sýn á þá en þeir sem heyrðu fyrst um araba 11. september 2001. Ég var á ferðinni í þrjár vikur og kom heim nýr og betri maður. Því má bæta við að ég fór ekki inn á einn einasta bar í allri ferðinni." Gummi Jóns er ennþá á ferð og flugi og hefur nýlokið við skemmtilega tónleikaferð um landið en mun vafalaust spila eitthvað meira í vetur. Ferðalög Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Guðmundur Jónsson gítarleikari fór í eftirminnilegt ferðalag á ævafornar slóðir. "Veturinn 2001 ætluðum við bróðir minn að fara tveir saman til Ítalíu í bakpokaferðalag. Ég var búinn að vinna allt of mikið og ýmislegt hafði gengið á svo ég þurfti virkilega að fá smá frí og hugsa minn gang. Þegar bróðir minn hætti svo við að fara ákvað ég að fara einn. Ég vissi ekkert hvað myndi gerast í þessari ferð nema að mig langaði til Kaíró í Egyptalandi. Svo lenti ég bara á Ítalíu og heimsótti þær borgir sem heilluðu mig. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á mannkynssögu og ákvað að drekkja mér í sögunni og menningunni. Ég varð fyrir miklum hughrifum þegar ég var í Flórens og sá styttuna af Davíð, ég hefði aldrei trúað að höggmynd gæti haft svona mikil áhrif á mig. Péturskirkjan hafði líka mikil áhrif á mig en ég hef alltaf haft mikinn áhuga á kaþólskri trú. Ég fór svo til Kaíró án þess að gera boð á undan mér, réði mér leiðsögumann sem var með mér í viku og við fórum að skoða ýmsilegt, til dæmis píramídana. Þeir stigu skyndilega upp úr rykmekkinum í fátæklegu úthverfinu eins og þeir væru bara í Grafarvoginum. Ég upplifði það mjög sterkt. Af því ég var einn náði ég að kynnast Egyptunum ágætlega og þeir sögðu mér frá sínum trúarbrögðum og lífi. Mér fannst arabar alveg einstaklega kurteist og elskulegt fólk og hef því kannski aðra sýn á þá en þeir sem heyrðu fyrst um araba 11. september 2001. Ég var á ferðinni í þrjár vikur og kom heim nýr og betri maður. Því má bæta við að ég fór ekki inn á einn einasta bar í allri ferðinni." Gummi Jóns er ennþá á ferð og flugi og hefur nýlokið við skemmtilega tónleikaferð um landið en mun vafalaust spila eitthvað meira í vetur.
Ferðalög Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira