Innlent

Að slá heimsmet í skuldasöfnun

Íslendingar eru í þriðja skuldugusta ríki heims í hópi þróaðra iðnríkja. Skuldir heimilanna hafa nífaldast frá árinu 1980, samkvæmt nýrri skýrslu BSRB um skuldi þjóðarbúsins. Ögmundur Jónasson formaður BSRB segir að bankarnir beri ábyrgð á aukinni skuldsetningu. Full ástæða sé til að vara bæði heimilin og bankana sjálfa við þessari þróun. Þegar litið er til þróaðra iðnríkja eru einungis Finnar og Nýsjálendingar skuldugri en Íslendingar. Á sama tíma og dregið hefur úr skuldum ríkisins hafa skuldir sveitarfélaga aukist og skuldir einstaklinga og fyrirtækja hafa margfadast. Í úttekt BSRB sem hagfræðingarnir Hildigunnur Ólafsdóttir og Ragnar Ingimundarson unnu fyrir BSRB er bent á að árið 1980 hafi skuldir heimilanna verið tuttugu prósent af ráðstöfunartekjum heimilanna en hafi nífaldast á tveimur áratugum og séu nú 180% af ráðstöfunartekjunum. Ögmundur Jónasson segir að Íslendingar séu í þann mund að slá heimsmet í skuldsetningu. Hann segist vilja að bankarnir vakni til vitundar um sína ábyrgð, sem sé mikil. Þeir séu að pumpa miklu fjármagni inn í þjóðarbúið, sem teknir séu að láni. Fari vestir hækkandi geti áhrifin á íslenskt efnahagslíf gríðarleg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×