Innlent

Kærðu niðurstöðu Samkeppnisráðs

Olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís kærðu öll niðurstöðu samkeppnisráðs um verðsamráð olíufélaganna til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Frestur til þess rann út á miðnætti í gær. Samkvæmt samkeppnislögum hefur nefndin sex vikur til að komast að niðurstöðu í málinu. Samkeppnisráð komst að þeirri niðurstöðu undir lok október að olíufélögin ættu að greiða 2,6 milljarða króna í sektir vegna langvarandi og skipulagðs samráðs um verðlagningu, gerð tilboða og skiptingu markaða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×