Innlent

Fimm vísbendingar athugaðar

Lögreglan í Kópavogi hefur kannað fimm vísbendingar vegna leitar að ungum manni, sem er grunaður um að hafa lokkað níu ára stúlku upp í bíl sinn í Kópavogi í fyrradag og skilið hana eftir á Þingvallavegi. Leit að manninum hefur enn engan árangur borið. Samkvæmt lýsingu stúlkunnar var hann á rauðum fólksbíl, krúnurakaður með gleraugu í svörtum umgjörðum og skeggtopp neðan við neðri vör. Áfram er unnið eftir vísbendingum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×