Innlent

Ekki flutt nema sátt ríki

Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir alveg klárt að verkefni verði ekki flutt frá ríki til sveitarfélaga nema full sátt náist um alla þætti þess. Hann segir hugsanlegt að veita verði frekara fjármagni til sveitarfélaga sem standa illa fjárhagslega. Þetta kom fram í ræðu ráðherra á aukalandsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem sett var í morgun og stendur fram eftir degi. Félagsmálaráðherra fjallaði einkum um verkefni sem lýtur að eflingu sveitarstjórnarstigsins. Í dag eru 50 sveitarfélög með færri en 500 íbúa og rúmlega 60 sveitarfélag hafa ekki bolmagn til að sinna lögbundnum verkefnum sínum á sviði fræðslu og félagsmála, án samvinnu við önnur sveitarfélög. Í umræddu verkefni er gert ráð fyrir að sameiningar kosningar fari fram eigi síðar en í marslok á næsta ári og að í september á næsta ári skuli lokatillögur um verkaskiptingu og aðlögun tekjustofna lagðar fyrir ríkisstjórn. Í ræðu félagsmálaráðherra kom fram að í gær hafi nefnd á vegum heilbrigðisráðherra kynnt áfangaskýrslu, þar sem fram komi að verkefnaflutningur á þessu sviði sé sérstaklega umfangsmikill og því þurfi að ræða þau mál betur áður en lengra er haldið. Með þeim breytingum sem stefnt er að mun vægi sveitarfélaga í samneyslunni aukast úr 30 í 40%. Ráðherra tók skýrt fram að verkefni yrðu ekki flutt frá ríki til sveitarfélaga, nema full sátt sé um alla þætti málsins hjá báðum aðilum. Hlutverk tekjustofnanefndar er meðal annars að kanna ástæður fyrir fjárhagsvanda sveitarfélaganna sem verst standa og hugsanlega þurfi því að veita enn frekara fjármagnsi á grundvelli tillagna tekjustofnanefnfar í þeim efnum, þótt engin ákvörðun hafi þó verið tekin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×