Innlent

Enn ekki fundinn

Víðtæk leit og eftirgrennslan lögreglu á höfuðborgarsvæðinu og víða um land, að ungum manni, sem er grunaður um að hafa lokkað níu ára stúlku upp í bíl sinn í Kópavogi í fyrradag og skilið hana eftir á Þingvallavegi, hefur enn engan árangur borið. Lögregla leggur mikla áherslu á að hafa uppi á manninum, enda var stúlkan hætt komin eftir að hafa verið á gangi í meira en klukkustund í kalsa veðri, myrkri og slyddu, þannig að nokkrir bílar óku framhjá henni án þess að ökumenn þeirra veittu stúlkunni eftirtekt. Samkvæmt lýsingu stúlkunnar var hann á rauðum fólksbíl, krúnurakaður með gleraugu í svörtum umgjörðum og skeggtopp neðan við neðri vör. Lögreglan mun ræða nánar við stúlkuna í barnahúsi í dag. Að sögn lögreglunnar i Kópavogi hafa nokkrar vísbendingar borist og búið er að hafa samband við nokkra aðilla vegna þeirra, en það hefur engu skilað. Fræðsluyfirvöld í Kópavogi beindu því í morgun til skólastjórnenda að brýna fyrir börnum að fara ekki upp í bíla hja ókunnugum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×