Innlent

Gæsluvarðhaldið framlengt

Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir einum mannanna, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi um tíma vegna rannsóknar á Dettifossmálinu svonefnda. Málið á rætur að rekja aftur til mars mánaðar, þegar þremur kílóum af amfetamíni var smyglað til landsins í vörusendingu með Dettifossi. Rannsókn málsins er hvergi nær lokið og fyrr í vikunni handtók lögreglan tvo menn vegna þess og fundust 300 grömm af kannabisefnum og 40 grömm af amfetamíni við húsleit heima hjá öðrum þeira. Þeim hefur báðum verið sleppt aftur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×