Innlent

Óhagstæður viðskiptajöfnuður

MYND/Vísir
Vöruskiptajöfnuður landsmanna við útlönd var óhagstæður um 4,6 milljarða í síðasa mánuði, sem er tæplega tveimur milljörðum meiri vöruskiptahalli en í sama mánuði í fyrra. Fyrstu tíu mánuði ársins er jöfnuðurinn því orðinn óhagstæður um um tæpa 32 milljarða króna samanborið við rúma 14 milljarða á sama tímabili í fyrra þannig að jöfnuðurinn nú er hátt í átján milljörðum lakari en í fyrra, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Aukinn útflutningur á iðnaðarvörum, einkum lyfjum og lækningatækjum, sem nam fjórtán prósentum síðasta ári, vóg hvað þyngst á móti stórauknum innflutningi, en útflutningur á sjávarafurðum jókst líka um tæp fimm prósent að verðmæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×