Innlent

Á ný saman í meirihluta

Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn mynduðu á ný meirihluta í bæjarstjórn Dalvíkur í gærkvöldi, en upp úr samstarfi flokkanna slitnaði nýverið vegna ágreinings um framtíð grunnskólans í Svarvaðadal. Viðræður Framsóknarmanna og Samstöðu um myndun nýs meirihluta skiluðu ekki árangri þannig að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn fóru aftur að ræða saman. Valdimar Bragason verður áfram bæjarstjóri og samkomulag er um að skipa stafshóp til að fjalla um framtíð Grunnskólans í Svarvaðadal, sem Sjálfstæðismenn viðja sameina Dalvíkurskóla. Hópurinn á að skila tillögum eftir áramót, og á grundvelli þeirra verður framtíð skólans ráðin. Þessi nýja staða líkist því mjög stöðunni, sem upp var komin þegar samstarfið rofnaði því þá vildu Sjálfstæðismenn leggja grunnskólann í Svarfaðadal niður og sameina hann Dalvíkurskóla, Framsóknarmenn vildu setja málið í nefnd og skoða það nánar, eins og nú viðrist vera uppi á teningnum, en Samstaða vildi halda skólahaldinu þar áfram út þetta kjörtímabil, að minnsta kosti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×