Boðað til fundar í kennaradeilu 25. október 2004 00:01 Ásmundur Stefánsson, ríkissáttasemjari var boðaður á fund þriggja ráðherra í stjórnarráðinu í gær og að þeim fundi loknum ákvað hann að boða til samningafundar í dag í kennaradeilunni. Ráðherrarnir höfðu áður rætt við fulltrúa Kennarasambands Íslands og launanefnd Sveitarfélaganna. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra tilkynnti að loknum fundunum að sáttasemjari hefði ákveðið að snúa við blaðinu og boða til fundar en eftir að kennarar höfnuðu sáttatilllögu hans á fimmtudagskvöld hafði fundur verið boðaður eftir hálfan mánuð. "Það er óviðunandi að funda ekkert í hálfan mánuð. Nýr fundur vekur bjartsýni um lausn á nýjan leik" sagði Halldór að loknum fundum gærdagsins. Forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin hefði ekki komið með nein ný útspil á fundinum enda hefði þetta ekki verið samningafundur."Í sjálfu sér ekkert nýtt í stöðunni annað en þörfin fyrir að málið sé leyst verður brýnni og brýnni. Það liggur fyrir að sveitarfélögin bera hina fjárhagslegu ábyrgð og þau telja sig hafa gengið mjög langt til móts við kennaranna. Það hlýtur að vera leið til lausnar." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins sagði að ráðherrar hefðu hefðu tekið fram að lagasetning hefði ekki verið rædd. "Boltinn er í höndunum á okkur öllum. Enginn getur firrt sig ábyrgð. Við lítum á það sem grundvallaratriði að koma ekki með neitt sem félagsmenn okkar munu hafna því þá yrði staðan fyrst alvarleg". Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður Launanefndar sveitarfélaganna sagði að sveitarfélögin væru tilbúin til viðræðna "hvar sem er og hvenær sem er" en viðurkenndi að það væri stál í stál í deilunni. Hann sagðist andsnúinn að setja málið í gerðardóm: "Ég held að það yrði mjög erfið ganga, ég held að ef menn gætu komist að samkomulagi um forsendur fyrir gerðardómi gætu menn eins samið." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Ásmundur Stefánsson, ríkissáttasemjari var boðaður á fund þriggja ráðherra í stjórnarráðinu í gær og að þeim fundi loknum ákvað hann að boða til samningafundar í dag í kennaradeilunni. Ráðherrarnir höfðu áður rætt við fulltrúa Kennarasambands Íslands og launanefnd Sveitarfélaganna. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra tilkynnti að loknum fundunum að sáttasemjari hefði ákveðið að snúa við blaðinu og boða til fundar en eftir að kennarar höfnuðu sáttatilllögu hans á fimmtudagskvöld hafði fundur verið boðaður eftir hálfan mánuð. "Það er óviðunandi að funda ekkert í hálfan mánuð. Nýr fundur vekur bjartsýni um lausn á nýjan leik" sagði Halldór að loknum fundum gærdagsins. Forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin hefði ekki komið með nein ný útspil á fundinum enda hefði þetta ekki verið samningafundur."Í sjálfu sér ekkert nýtt í stöðunni annað en þörfin fyrir að málið sé leyst verður brýnni og brýnni. Það liggur fyrir að sveitarfélögin bera hina fjárhagslegu ábyrgð og þau telja sig hafa gengið mjög langt til móts við kennaranna. Það hlýtur að vera leið til lausnar." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins sagði að ráðherrar hefðu hefðu tekið fram að lagasetning hefði ekki verið rædd. "Boltinn er í höndunum á okkur öllum. Enginn getur firrt sig ábyrgð. Við lítum á það sem grundvallaratriði að koma ekki með neitt sem félagsmenn okkar munu hafna því þá yrði staðan fyrst alvarleg". Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður Launanefndar sveitarfélaganna sagði að sveitarfélögin væru tilbúin til viðræðna "hvar sem er og hvenær sem er" en viðurkenndi að það væri stál í stál í deilunni. Hann sagðist andsnúinn að setja málið í gerðardóm: "Ég held að það yrði mjög erfið ganga, ég held að ef menn gætu komist að samkomulagi um forsendur fyrir gerðardómi gætu menn eins samið."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira