Innlent

15 sekúndur á listasafni

Unglingar voru áberandi á Listasafni Reykjavíkur í dag. Í Hafnarhúsinu var sýnt myndbandsverk sem ber yfirskriftina „15 sekúndur“. Titillinn er ekki tilviljun því listamennirnir, sem voru fjölmargir unglingar, fengu 15 sekúndur til að vera einir með myndavélinni og láta ljós sitt skína. Afraksturinn var góð heimild um viðhorf og skoðanir unglinga í dag þar sem skiptust á einlægar yfirlýsingar og sprenghlægileg atvik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×