Innlent

Tengsl lýðræðis og upplýsingatækni

Upplýsingaráðherrar Norðurlandanna óskuðu eftir aukinni samvinnu við Eystrasaltsvæðið og Evrópusambandið um þróun upplýsingatæknihluta norrænu víddarinnar á fundi um framtíð lýðræðis í upplýsingasamfélaginu sem fram fór í Reykjavík í gær.  Í fréttatilkynningu segir að ráðherrarnir sjái greinilega tengingu á milli lýðræðislegrar þróunar í Evrópu og þess vettvangs sem myndast við notkun á upplýsingatækni. Ráðherrarnir vilja stuðla að auknu vægi Norðurlandanna innan upplýsingasamfélagsins á næstu þremur árum. Þeir ræddu einnig evrópska samvinnu og vilja meiri sérhæfingu þannig að ekki verði farið inn á þau málefni sem eEurope vinnur að. Ráðherrarnir beina sjónum sínum að þverfaglegum samnorrænum málefnum og vilja tryggja umræður um grundvallarspurningar og mögulega ókosti eða hindranir sem menn gætu orðið fyrir við þróun og notkun á upplýsingatækni í samfélaginu að því er segir í tilkynningunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×