Kann að flýta þróun vetnisbílsins 23. september 2004 00:01 Um áttatíu manns frá tuttugu löndum sitja fund framkvæmdanefndar um vetnisvæðingu, IPHE, sem fer fram í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík og lýkur í dag. Fimmtán þjóðir hófu verkefnið í nóvember í fyrra en fleiri þjóðir hafa sýnt áhuga á þátttöku og á fundinum verður fjallað um umsóknir fimm landa. Ísland og Þýskaland eru í forystu framkvæmdanefndarinnar og Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor er annar formanna hennar. Hann segir að tvö mál hafi verið til umræðu á fundinum. Í fyrsta lagi menntun á sviði vetnisþróunar og í öðru lagi vetnisverkefni víða um heim, meðal annars strætisvagnaverkefnið í Reykjavík. ,,Við förum yfir þann árangur sem náðst hefur. Við finnum fyrir miklum þrýstingi á að árangur náist, enda sjá menn að olían verður senn á þrotum. Þá þarf að finna eitthvað til að taka við og við teljum að það sé vetni." Hann segir fundinn í Reykjavík eigi eftir að verða til margra hluta nytsamur. ,,Þjóðirnar íhuga til dæmis að taka sig saman um fjárfestingu í stórum vetnisbílaflota. Það myndi hraða þróun vetnisbílsins." Vetni hefur verið gagnrýnt af ýmsum umhverfisverndarsinnum sem benda á að það sé oftast búið til úr óhreinum orkugjöfum. Þorsteinn segir að Íslendingar njóti sérstöðu með því að geta búið til vetni úr endurnýjanlegri orku. Hins vegar standi Ástralir, til að mynda, frammi fyrir allt annari stöðu sem fram kom á fundinum. ,,Þeir búa á kolafjalli sem getur nýst þeim í hundrað ár. Framleiðslan er því ekki umhverfisvæn, en hins vegar er afurðin það. Það er stóra breytingin. Kíló af vetni ber með sér þrisvar sinnum meiri orku en kíló af bensíni og það myndast engin mengun við notkun þess, einungis gufa." Þorsteinn segist búast við að margar þjóðir auki kjarnorkuframleiðslu sína til að framleiða vetni sem yrði síðan flutt á sölustaði með tankbílum eða pípum. Aðspurður um möguleika á útflutningi á vetni héðan segir Þorsteinn að ef við nýttum allar orkulindir okkar til að framleiða vetni þá dygði það til að skaffa landi eins og Danmörku orku. Hann segist ekki hafa mikla trú á að úr því verði, en hann hefur heyrt rætt um það að Grænlendingar virki fallvötn landsins og flytji vetni til Danmerkur á tankskipum. Þorsteinn segir að hann og Bragi Árnason við Háskóla Íslands hafi um aldamótin gert sér í hugarlund að það tæki fimmtíu ár að vetnisvæða Ísland. ,,Það hefur ekkert breyst í þeim efnum. Mörgum þótti við vera svartsýnir en það hefur sýnt sig að það tekur mannkynið tvær kynslóðir að skipta um orkukerfi." Hann segist ekki sjá ástæðu til að nota vetni hér á landi nema til samgangna. ,,Það eru bílarnir sem blása um þriðjungi af gróðurhúsalofttegundunum út í andrúmsloftið og skipin öðrum þriðjungi. Ef við vetnisvæðum þetta þá verður níutíu prósent af orkunotkun Íslendinga endurnýjanleg. Það yrði einstakt." Fréttir Innlent Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Um áttatíu manns frá tuttugu löndum sitja fund framkvæmdanefndar um vetnisvæðingu, IPHE, sem fer fram í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík og lýkur í dag. Fimmtán þjóðir hófu verkefnið í nóvember í fyrra en fleiri þjóðir hafa sýnt áhuga á þátttöku og á fundinum verður fjallað um umsóknir fimm landa. Ísland og Þýskaland eru í forystu framkvæmdanefndarinnar og Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor er annar formanna hennar. Hann segir að tvö mál hafi verið til umræðu á fundinum. Í fyrsta lagi menntun á sviði vetnisþróunar og í öðru lagi vetnisverkefni víða um heim, meðal annars strætisvagnaverkefnið í Reykjavík. ,,Við förum yfir þann árangur sem náðst hefur. Við finnum fyrir miklum þrýstingi á að árangur náist, enda sjá menn að olían verður senn á þrotum. Þá þarf að finna eitthvað til að taka við og við teljum að það sé vetni." Hann segir fundinn í Reykjavík eigi eftir að verða til margra hluta nytsamur. ,,Þjóðirnar íhuga til dæmis að taka sig saman um fjárfestingu í stórum vetnisbílaflota. Það myndi hraða þróun vetnisbílsins." Vetni hefur verið gagnrýnt af ýmsum umhverfisverndarsinnum sem benda á að það sé oftast búið til úr óhreinum orkugjöfum. Þorsteinn segir að Íslendingar njóti sérstöðu með því að geta búið til vetni úr endurnýjanlegri orku. Hins vegar standi Ástralir, til að mynda, frammi fyrir allt annari stöðu sem fram kom á fundinum. ,,Þeir búa á kolafjalli sem getur nýst þeim í hundrað ár. Framleiðslan er því ekki umhverfisvæn, en hins vegar er afurðin það. Það er stóra breytingin. Kíló af vetni ber með sér þrisvar sinnum meiri orku en kíló af bensíni og það myndast engin mengun við notkun þess, einungis gufa." Þorsteinn segist búast við að margar þjóðir auki kjarnorkuframleiðslu sína til að framleiða vetni sem yrði síðan flutt á sölustaði með tankbílum eða pípum. Aðspurður um möguleika á útflutningi á vetni héðan segir Þorsteinn að ef við nýttum allar orkulindir okkar til að framleiða vetni þá dygði það til að skaffa landi eins og Danmörku orku. Hann segist ekki hafa mikla trú á að úr því verði, en hann hefur heyrt rætt um það að Grænlendingar virki fallvötn landsins og flytji vetni til Danmerkur á tankskipum. Þorsteinn segir að hann og Bragi Árnason við Háskóla Íslands hafi um aldamótin gert sér í hugarlund að það tæki fimmtíu ár að vetnisvæða Ísland. ,,Það hefur ekkert breyst í þeim efnum. Mörgum þótti við vera svartsýnir en það hefur sýnt sig að það tekur mannkynið tvær kynslóðir að skipta um orkukerfi." Hann segist ekki sjá ástæðu til að nota vetni hér á landi nema til samgangna. ,,Það eru bílarnir sem blása um þriðjungi af gróðurhúsalofttegundunum út í andrúmsloftið og skipin öðrum þriðjungi. Ef við vetnisvæðum þetta þá verður níutíu prósent af orkunotkun Íslendinga endurnýjanleg. Það yrði einstakt."
Fréttir Innlent Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira