Kann að flýta þróun vetnisbílsins 23. september 2004 00:01 Um áttatíu manns frá tuttugu löndum sitja fund framkvæmdanefndar um vetnisvæðingu, IPHE, sem fer fram í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík og lýkur í dag. Fimmtán þjóðir hófu verkefnið í nóvember í fyrra en fleiri þjóðir hafa sýnt áhuga á þátttöku og á fundinum verður fjallað um umsóknir fimm landa. Ísland og Þýskaland eru í forystu framkvæmdanefndarinnar og Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor er annar formanna hennar. Hann segir að tvö mál hafi verið til umræðu á fundinum. Í fyrsta lagi menntun á sviði vetnisþróunar og í öðru lagi vetnisverkefni víða um heim, meðal annars strætisvagnaverkefnið í Reykjavík. ,,Við förum yfir þann árangur sem náðst hefur. Við finnum fyrir miklum þrýstingi á að árangur náist, enda sjá menn að olían verður senn á þrotum. Þá þarf að finna eitthvað til að taka við og við teljum að það sé vetni." Hann segir fundinn í Reykjavík eigi eftir að verða til margra hluta nytsamur. ,,Þjóðirnar íhuga til dæmis að taka sig saman um fjárfestingu í stórum vetnisbílaflota. Það myndi hraða þróun vetnisbílsins." Vetni hefur verið gagnrýnt af ýmsum umhverfisverndarsinnum sem benda á að það sé oftast búið til úr óhreinum orkugjöfum. Þorsteinn segir að Íslendingar njóti sérstöðu með því að geta búið til vetni úr endurnýjanlegri orku. Hins vegar standi Ástralir, til að mynda, frammi fyrir allt annari stöðu sem fram kom á fundinum. ,,Þeir búa á kolafjalli sem getur nýst þeim í hundrað ár. Framleiðslan er því ekki umhverfisvæn, en hins vegar er afurðin það. Það er stóra breytingin. Kíló af vetni ber með sér þrisvar sinnum meiri orku en kíló af bensíni og það myndast engin mengun við notkun þess, einungis gufa." Þorsteinn segist búast við að margar þjóðir auki kjarnorkuframleiðslu sína til að framleiða vetni sem yrði síðan flutt á sölustaði með tankbílum eða pípum. Aðspurður um möguleika á útflutningi á vetni héðan segir Þorsteinn að ef við nýttum allar orkulindir okkar til að framleiða vetni þá dygði það til að skaffa landi eins og Danmörku orku. Hann segist ekki hafa mikla trú á að úr því verði, en hann hefur heyrt rætt um það að Grænlendingar virki fallvötn landsins og flytji vetni til Danmerkur á tankskipum. Þorsteinn segir að hann og Bragi Árnason við Háskóla Íslands hafi um aldamótin gert sér í hugarlund að það tæki fimmtíu ár að vetnisvæða Ísland. ,,Það hefur ekkert breyst í þeim efnum. Mörgum þótti við vera svartsýnir en það hefur sýnt sig að það tekur mannkynið tvær kynslóðir að skipta um orkukerfi." Hann segist ekki sjá ástæðu til að nota vetni hér á landi nema til samgangna. ,,Það eru bílarnir sem blása um þriðjungi af gróðurhúsalofttegundunum út í andrúmsloftið og skipin öðrum þriðjungi. Ef við vetnisvæðum þetta þá verður níutíu prósent af orkunotkun Íslendinga endurnýjanleg. Það yrði einstakt." Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Um áttatíu manns frá tuttugu löndum sitja fund framkvæmdanefndar um vetnisvæðingu, IPHE, sem fer fram í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík og lýkur í dag. Fimmtán þjóðir hófu verkefnið í nóvember í fyrra en fleiri þjóðir hafa sýnt áhuga á þátttöku og á fundinum verður fjallað um umsóknir fimm landa. Ísland og Þýskaland eru í forystu framkvæmdanefndarinnar og Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor er annar formanna hennar. Hann segir að tvö mál hafi verið til umræðu á fundinum. Í fyrsta lagi menntun á sviði vetnisþróunar og í öðru lagi vetnisverkefni víða um heim, meðal annars strætisvagnaverkefnið í Reykjavík. ,,Við förum yfir þann árangur sem náðst hefur. Við finnum fyrir miklum þrýstingi á að árangur náist, enda sjá menn að olían verður senn á þrotum. Þá þarf að finna eitthvað til að taka við og við teljum að það sé vetni." Hann segir fundinn í Reykjavík eigi eftir að verða til margra hluta nytsamur. ,,Þjóðirnar íhuga til dæmis að taka sig saman um fjárfestingu í stórum vetnisbílaflota. Það myndi hraða þróun vetnisbílsins." Vetni hefur verið gagnrýnt af ýmsum umhverfisverndarsinnum sem benda á að það sé oftast búið til úr óhreinum orkugjöfum. Þorsteinn segir að Íslendingar njóti sérstöðu með því að geta búið til vetni úr endurnýjanlegri orku. Hins vegar standi Ástralir, til að mynda, frammi fyrir allt annari stöðu sem fram kom á fundinum. ,,Þeir búa á kolafjalli sem getur nýst þeim í hundrað ár. Framleiðslan er því ekki umhverfisvæn, en hins vegar er afurðin það. Það er stóra breytingin. Kíló af vetni ber með sér þrisvar sinnum meiri orku en kíló af bensíni og það myndast engin mengun við notkun þess, einungis gufa." Þorsteinn segist búast við að margar þjóðir auki kjarnorkuframleiðslu sína til að framleiða vetni sem yrði síðan flutt á sölustaði með tankbílum eða pípum. Aðspurður um möguleika á útflutningi á vetni héðan segir Þorsteinn að ef við nýttum allar orkulindir okkar til að framleiða vetni þá dygði það til að skaffa landi eins og Danmörku orku. Hann segist ekki hafa mikla trú á að úr því verði, en hann hefur heyrt rætt um það að Grænlendingar virki fallvötn landsins og flytji vetni til Danmerkur á tankskipum. Þorsteinn segir að hann og Bragi Árnason við Háskóla Íslands hafi um aldamótin gert sér í hugarlund að það tæki fimmtíu ár að vetnisvæða Ísland. ,,Það hefur ekkert breyst í þeim efnum. Mörgum þótti við vera svartsýnir en það hefur sýnt sig að það tekur mannkynið tvær kynslóðir að skipta um orkukerfi." Hann segist ekki sjá ástæðu til að nota vetni hér á landi nema til samgangna. ,,Það eru bílarnir sem blása um þriðjungi af gróðurhúsalofttegundunum út í andrúmsloftið og skipin öðrum þriðjungi. Ef við vetnisvæðum þetta þá verður níutíu prósent af orkunotkun Íslendinga endurnýjanleg. Það yrði einstakt."
Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira