Tveir Íslendingar í Írak 29. nóvember 2004 00:01 Tveir Íslendingar fóru til Íraks fyrir mánuði til að sinna friðargæslustörfum á vegum bresks fyrirtækis. Báðir hafa starfað sem lögreglumenn og var annar þeirra nýlega sakfelldur fyrir brot í starfi. Utanríkisráðuneytið hefur engar upplýsingar um veru mannanna í Írak eða hvað þeir eru að gera. Fyrir mánuði héldu Þórjón Pétursson og Þórir Marínó Sigurðsson til Íraks til starfa. Samkvæmt heimildum fréttastofu sinna þeir þar friðargæslustörfum á vegum breskra aðila en ekki hafa fengist upplýsingar um hvers eðlis þau störf eru. Utanríkisráðuneytið hefur engar upplýsingar um veru mannanna í Írak og þar fengust þær upplýsingar í dag að enginn Íslendingur væri við störf í landinu á vegum opinberra aðila á borð við ráðuneytið, Rauða krossinn eða Sameinuðu þjóðirnar. Utanríkisráðuneytið ráðlagði Íslendingum að yfirgefa landið í mars í fyrra og voru þeir sem þar dvelja, eða aðstandendur þeirra, beðnir um að upplýsa ráðuneytið um dvalarstað, síma og fjölskylduhagi viðkomandi. Þessi tilkynning er enn í fullu gildi en rétt er að minna á að Ísland er á meðal helstu stuðningsþjóða við hernámið í Írak. Fjölskyldur beggja manna eru afar sparsamar á upplýsingar um veru og störf mannanna í Írak. Ættingjar Þóris hafa staðfest að hann er þar við störf en vilja ekki gefa frekari upplýsingar. Fréttamaður hefur sent Þóri rafpóst í tvígang og fengið svar frá honum jafnharðan. Hann greinir þar frá því að hann sé í tímabundnu leyfi frá lögreglunni og að erfitt sé að ná í hann í síma. Aðspurður um hvað hann sé að gera í Írak og hvar hann sé staddur svaraði Þórir: „Svar við spurningunni er því miður no comment. Get ekki tjáð mig.“ Þórjón og Þórir komust í sviðsljós samfélagsins í fyrra þegar þeir sem lögreglumenn voru ákærðir fyrir ólöglega handtöku, ranga skýrslugerð og brot í opinberu starfi. Þeir voru báðir fundnir sekir í Héraðsdómi en Hæstiréttur sýknaði Þóri í vor en dæmdi Þórjón í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Vegna málaferlanna hafði báðum mönnunum verið vikið úr starfi og voru þeir launalausir um nokkurra mánaða skeið. Helgi Jóhannesson, lögmaður Þóris, sagði í samtali við fréttastofu að í kjölfar sýknudómsins hefði Þórir fengið uppgerð vangoldin laun. Hann hefði einnig farið fram á miskabætur en ríkislögmaður synjaði þeirri kröfu. Helgi segist reikna með að farið verði með þá kröfu fyrir dómstóla. Fréttir Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Tveir Íslendingar fóru til Íraks fyrir mánuði til að sinna friðargæslustörfum á vegum bresks fyrirtækis. Báðir hafa starfað sem lögreglumenn og var annar þeirra nýlega sakfelldur fyrir brot í starfi. Utanríkisráðuneytið hefur engar upplýsingar um veru mannanna í Írak eða hvað þeir eru að gera. Fyrir mánuði héldu Þórjón Pétursson og Þórir Marínó Sigurðsson til Íraks til starfa. Samkvæmt heimildum fréttastofu sinna þeir þar friðargæslustörfum á vegum breskra aðila en ekki hafa fengist upplýsingar um hvers eðlis þau störf eru. Utanríkisráðuneytið hefur engar upplýsingar um veru mannanna í Írak og þar fengust þær upplýsingar í dag að enginn Íslendingur væri við störf í landinu á vegum opinberra aðila á borð við ráðuneytið, Rauða krossinn eða Sameinuðu þjóðirnar. Utanríkisráðuneytið ráðlagði Íslendingum að yfirgefa landið í mars í fyrra og voru þeir sem þar dvelja, eða aðstandendur þeirra, beðnir um að upplýsa ráðuneytið um dvalarstað, síma og fjölskylduhagi viðkomandi. Þessi tilkynning er enn í fullu gildi en rétt er að minna á að Ísland er á meðal helstu stuðningsþjóða við hernámið í Írak. Fjölskyldur beggja manna eru afar sparsamar á upplýsingar um veru og störf mannanna í Írak. Ættingjar Þóris hafa staðfest að hann er þar við störf en vilja ekki gefa frekari upplýsingar. Fréttamaður hefur sent Þóri rafpóst í tvígang og fengið svar frá honum jafnharðan. Hann greinir þar frá því að hann sé í tímabundnu leyfi frá lögreglunni og að erfitt sé að ná í hann í síma. Aðspurður um hvað hann sé að gera í Írak og hvar hann sé staddur svaraði Þórir: „Svar við spurningunni er því miður no comment. Get ekki tjáð mig.“ Þórjón og Þórir komust í sviðsljós samfélagsins í fyrra þegar þeir sem lögreglumenn voru ákærðir fyrir ólöglega handtöku, ranga skýrslugerð og brot í opinberu starfi. Þeir voru báðir fundnir sekir í Héraðsdómi en Hæstiréttur sýknaði Þóri í vor en dæmdi Þórjón í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Vegna málaferlanna hafði báðum mönnunum verið vikið úr starfi og voru þeir launalausir um nokkurra mánaða skeið. Helgi Jóhannesson, lögmaður Þóris, sagði í samtali við fréttastofu að í kjölfar sýknudómsins hefði Þórir fengið uppgerð vangoldin laun. Hann hefði einnig farið fram á miskabætur en ríkislögmaður synjaði þeirri kröfu. Helgi segist reikna með að farið verði með þá kröfu fyrir dómstóla.
Fréttir Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira