Innlent

Rúmlega 70 manns á slysadeildina

Fólk er enn að týnast inn á slysadeild vegna slysa af völdum hálkunnar sem verið hefur úti í dag. Kristín Sigurðardóttir, læknir á slysadeildinni, segir að alls hafi komið rúmlega 70 manns á slysadeildina í morgun og þorri þeirra vegna slysa af völdum hálkunnar. Eitthvað hefur þó dregið úr hálkunni og erillinn á slysadeildinni orðinn minni en hann var í morgun þegar biðraðir mynduðust og þeir tveir læknar sem voru á vakt höfðu ekki undan. Fólki er bent á að klæðast tilhlýðlegum skóbúnaði þegar hálkan er jafnskæð og nú, enda gera slysin sjaldnast boð á undan sér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×