Innlent

Esso hækkar bensínverðið

Olíufélagið Esso hækkaði bensínlítrann í sjálfsafgreiðslu um eina krónu í morgun eins og Skeljungur gerði um hádegisbil á föstudag og Olís um kvöldmatarleytið sama dag. Esso hækkaði líka dísellítrann um 1,50 krónu eins og hin félögin á föstudag. Í síðustu viku hækkaði bensín um 4% á heimsmarkaði en dollarinn lækkaði á móti um 2%. Lítrinn kostar nú 104,40 krónur í sjálfsfgreiðslu hjá stóru félögunum,101,60 á mannlausu stöðvunum þeirra en 102,90 hjá Atlantsolíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×