Regngyðjurnar snúa aftur 21. júlí 2004 00:01 Helga Soffía Einarsdóttir er þýðandi og þýddi meðal annars hina geysivinsælu bók um Kvenspæjara númer eitt. Helga Soffía á ekki langt að sækja Afríkuáhugann því hún bjó í Tansaníu með fjölskyldu sinni þegar hún var lítil. Fyrir nokkrum árum fór hún ásamt vinkonu sinni á fornar slóðir. "Það var mjög skrýtið að koma aftur til Tansaníu því að þegar við fórum var allt frekar aftarlega á merinni og landið algjört þriðjaheims land. Þegar við komum aftur voru internetkaffi á hverju götuhorni og allir með gemsa. " Þær vinkonurnar gerðu víðreist í þessari ferð. "Hildur vinkona mín bjó í Kenýa og ég í Tansaníu svo við heimsóttum bæði löndin, fórum fyrst til Tansaníu og Zansibar og tókum svo rútu til Kenýa og enduðum í tveggja daga brúðkaupsveislu hjá vinkonu hennar. Eitt af því fjölmarga sem hafði áhrif á mig í heimsókninni var að þegar við bjuggum þarna var Tansanía fátæka landið og maður fór til Kenýa til að fá smá siðmenningu, íspinna, bíó og þessháttar. Nú hefur dæmið snúist við og við fórum úr gemsavæddri malbikaðri Tansaníu yfir á holótta vegi í vatns- og rafmagnslausu Kenýa. Þetta má kenna spillingunni sem því miður þrífst of vel í mörgum Afríkulöndum." En ferðin var skemmtileg og þær stöllur náðu að leggja sitt af mörkum til Afríku. " Þegar við komum til Kenýa hafði ekki rignt þar í tvö ar. Við sögðum fólki að örvænta ekki því við kæmum frá regnlandinu mikla og værum regngyðjur. Og viti menn, daginn eftir fór að rigna. Góða veðrið núna stafar væntanlega af því að vinkona mín frá Chile er í heimsókn og hún er örugglega sólgyðja frá sólarlöndum..." Ferðalög Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Helga Soffía Einarsdóttir er þýðandi og þýddi meðal annars hina geysivinsælu bók um Kvenspæjara númer eitt. Helga Soffía á ekki langt að sækja Afríkuáhugann því hún bjó í Tansaníu með fjölskyldu sinni þegar hún var lítil. Fyrir nokkrum árum fór hún ásamt vinkonu sinni á fornar slóðir. "Það var mjög skrýtið að koma aftur til Tansaníu því að þegar við fórum var allt frekar aftarlega á merinni og landið algjört þriðjaheims land. Þegar við komum aftur voru internetkaffi á hverju götuhorni og allir með gemsa. " Þær vinkonurnar gerðu víðreist í þessari ferð. "Hildur vinkona mín bjó í Kenýa og ég í Tansaníu svo við heimsóttum bæði löndin, fórum fyrst til Tansaníu og Zansibar og tókum svo rútu til Kenýa og enduðum í tveggja daga brúðkaupsveislu hjá vinkonu hennar. Eitt af því fjölmarga sem hafði áhrif á mig í heimsókninni var að þegar við bjuggum þarna var Tansanía fátæka landið og maður fór til Kenýa til að fá smá siðmenningu, íspinna, bíó og þessháttar. Nú hefur dæmið snúist við og við fórum úr gemsavæddri malbikaðri Tansaníu yfir á holótta vegi í vatns- og rafmagnslausu Kenýa. Þetta má kenna spillingunni sem því miður þrífst of vel í mörgum Afríkulöndum." En ferðin var skemmtileg og þær stöllur náðu að leggja sitt af mörkum til Afríku. " Þegar við komum til Kenýa hafði ekki rignt þar í tvö ar. Við sögðum fólki að örvænta ekki því við kæmum frá regnlandinu mikla og værum regngyðjur. Og viti menn, daginn eftir fór að rigna. Góða veðrið núna stafar væntanlega af því að vinkona mín frá Chile er í heimsókn og hún er örugglega sólgyðja frá sólarlöndum..."
Ferðalög Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira