Þröngt í búi hjá kennurum 8. október 2004 00:01 Engin afgerandi kaflaskipti urðu á samningafundi kennara og sveitarfélaga í dag. Þrátt fyrir samstöðu og baráttuanda grunnskólakennara er þröngt í búi hjá mörgum þeirra. Frá því verkfallið hófst, þann 20. september, hafa þeir fengið greiddar þrjátíu og átta þúsund krónur úr verkfallssjóði. Kennarar fengu höfðinglegt framlag í verkfallssjóð sinn í dag þegar vinnudeilusjóður SFR gaf þeim tíu milljónir króna. Þrátt fyrir að framlagið sé höfðingleg má segja að það hrökkvi skammt. Tíu milljónir eru sú upphæð sem þarf til að tryggja 4300 grunnskólakennurum í verkfalli greiðslur úr verkfallssjóði í einn dag. Talið er að sjóðurinn standi undir greiðslum til félagsmanna ef verkfallið verður ekki lengra en tveir mánuðir. Óvíst er hvað þá tekur við en ekki hefur fengist vilyrði fyrir greiðslum úr verkfallssjóðum kennara á hinum Norðurlöndunum eins og gerðist í verkfalli árið 1995. Flestir geta verið sammála um að greiðslur til grunnskólakennara úr verkfallsjóði eru lágar. Að sögn Árna Heimis Jónssonar, formanns stjórnar vinnudeilusjóðs, hafa kennarar fengið greiddar þrjátíu og átta þúsund krónur úr verkfallssjóði. Svo er að heyra að þröngt sé í búi hjá mörgum kennaranum um þessar mundir. Berþóra Þorsteinsdóttir, kennari í Háteigsskóla, er búin að láta skipta næsta VISA-reikningi sínum og segist hafa fengið 0 krónur á síðasta launaseðli. Nú skuldi hún sveitarfélaginu 80 þúsund krónur. Guðmundur Jensson, kennari við Laugarnesskóla, segist þurfa að grípa í sparisjóð þeirra hjóna ef þetta heldur áfram mikið lengur. Þórdís Eyvör Valdímarsdóttir, kennari við Réttaholtsskóla, finnst skrítið að talað sé um „digra“ verkfallssjóði því hún sé ekki að fitna af peningunum. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Engin afgerandi kaflaskipti urðu á samningafundi kennara og sveitarfélaga í dag. Þrátt fyrir samstöðu og baráttuanda grunnskólakennara er þröngt í búi hjá mörgum þeirra. Frá því verkfallið hófst, þann 20. september, hafa þeir fengið greiddar þrjátíu og átta þúsund krónur úr verkfallssjóði. Kennarar fengu höfðinglegt framlag í verkfallssjóð sinn í dag þegar vinnudeilusjóður SFR gaf þeim tíu milljónir króna. Þrátt fyrir að framlagið sé höfðingleg má segja að það hrökkvi skammt. Tíu milljónir eru sú upphæð sem þarf til að tryggja 4300 grunnskólakennurum í verkfalli greiðslur úr verkfallssjóði í einn dag. Talið er að sjóðurinn standi undir greiðslum til félagsmanna ef verkfallið verður ekki lengra en tveir mánuðir. Óvíst er hvað þá tekur við en ekki hefur fengist vilyrði fyrir greiðslum úr verkfallssjóðum kennara á hinum Norðurlöndunum eins og gerðist í verkfalli árið 1995. Flestir geta verið sammála um að greiðslur til grunnskólakennara úr verkfallsjóði eru lágar. Að sögn Árna Heimis Jónssonar, formanns stjórnar vinnudeilusjóðs, hafa kennarar fengið greiddar þrjátíu og átta þúsund krónur úr verkfallssjóði. Svo er að heyra að þröngt sé í búi hjá mörgum kennaranum um þessar mundir. Berþóra Þorsteinsdóttir, kennari í Háteigsskóla, er búin að láta skipta næsta VISA-reikningi sínum og segist hafa fengið 0 krónur á síðasta launaseðli. Nú skuldi hún sveitarfélaginu 80 þúsund krónur. Guðmundur Jensson, kennari við Laugarnesskóla, segist þurfa að grípa í sparisjóð þeirra hjóna ef þetta heldur áfram mikið lengur. Þórdís Eyvör Valdímarsdóttir, kennari við Réttaholtsskóla, finnst skrítið að talað sé um „digra“ verkfallssjóði því hún sé ekki að fitna af peningunum.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira