Eldmóðurinn er mikill 20. júlí 2004 00:01 Hvammstangi verður iðandi af lífi næstu daga. Við erum nú í óðaönn á ruslahaugunum að safna saman drasli til að kveikja í enda eldurinn einkenni hátíðarinnar," segir Kjartan Óli Ólafsson, einn af skipuleggjendum unglistarhátíðarinnar Eldur í Húnaþingi. "Þetta verður alveg geggjað, mikið af eldi enda ætlum við bæði að kveikja í höfninni og Borgarvirki." En bálkestir og brunar verða ekki aðeins í boði í Húnaþingi vestra því Kjartan segir ótal myndlistar- og ljósmyndasýningar verði í boði, útvarpsstöð starfrækt, tónleikar á hverju kvöldi, brekkusöngur og ljóðalestur. "Stefnan er að hafa hátíðina árlega og koma staðnum á kortið. Þetta er alveg frábær helgi þrátt fyrir að þetta sé ekki verslunarmannahelgin og lítið mál fyrir fólk að tjalda á svæðinu." Hugmyndin að hátíðinni kviknaði fyrir tveimur árum á fundi sem haldinn var um ungt fólk og atvinnu. "Einum hópnum datt þetta í hug til að sameina unga fólkið í bænum og vekja athygli á svæðinu. Við erum sjö manna hópur sem höldum utan um þetta núna en annars má segja að allt unga fólkið í Húnaþingi vestra standi fyrir þessu. Samheldnin hjá okkur er svo mikið að það nægir að hópa í liðið og þá er allt komið af stað," segir Kjartan og bætir því við að nafnið, "Eldur í Húnaþingi", vísi til eldmóðs unga fólksins á Hvammstanga. Lífið Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hvammstangi verður iðandi af lífi næstu daga. Við erum nú í óðaönn á ruslahaugunum að safna saman drasli til að kveikja í enda eldurinn einkenni hátíðarinnar," segir Kjartan Óli Ólafsson, einn af skipuleggjendum unglistarhátíðarinnar Eldur í Húnaþingi. "Þetta verður alveg geggjað, mikið af eldi enda ætlum við bæði að kveikja í höfninni og Borgarvirki." En bálkestir og brunar verða ekki aðeins í boði í Húnaþingi vestra því Kjartan segir ótal myndlistar- og ljósmyndasýningar verði í boði, útvarpsstöð starfrækt, tónleikar á hverju kvöldi, brekkusöngur og ljóðalestur. "Stefnan er að hafa hátíðina árlega og koma staðnum á kortið. Þetta er alveg frábær helgi þrátt fyrir að þetta sé ekki verslunarmannahelgin og lítið mál fyrir fólk að tjalda á svæðinu." Hugmyndin að hátíðinni kviknaði fyrir tveimur árum á fundi sem haldinn var um ungt fólk og atvinnu. "Einum hópnum datt þetta í hug til að sameina unga fólkið í bænum og vekja athygli á svæðinu. Við erum sjö manna hópur sem höldum utan um þetta núna en annars má segja að allt unga fólkið í Húnaþingi vestra standi fyrir þessu. Samheldnin hjá okkur er svo mikið að það nægir að hópa í liðið og þá er allt komið af stað," segir Kjartan og bætir því við að nafnið, "Eldur í Húnaþingi", vísi til eldmóðs unga fólksins á Hvammstanga.
Lífið Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira